Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 56

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 56
44 VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR EIMREIÐIN stundina.“ Hann hélt fast um stýrið. „Það vantar talsvert á það. Eftir allt, sem þeir hafa gert okkur undanfarið. Hvernig fóru þeir með föður minn og móður, föður þinn og móður, eða hef- urðu kannske gleymt því? Hefurðu gleymt því, að þeir hengdu föður minn á Knockwood Hill og skutu móður mína? Manstu það? Eða hefurðu álika lélegt minni og hin? „Ég hef engu gleymt,“ mælti hún. „Manstu eftir dr. Philips og Burton og stóru húsunum þeirra? Mamma þrælaði og þvoði og pabbi vann fram á elliár, og þakk- irnar sem hann fékk voru þær, að þeir hengdu hann. En — en — við skulum sjá hver það verður, sem nú stendur frammi fyrir dómaranum, liver nú verður drepinn. Þeir, sem lifa, fá að sjá það.“ „Svei, Willie, það er ljótt að tala svona.“ „Allir tala svona í dag. Allir hafa hugsað og beðið þessa dags, beðið eftir honum með óþreyju, beðið eftir að hvíti maðurinn kæmi hingað til Marz. Og nú er sá dagurinn runninn upp —• og við getum ekki flúið héðan. — Getum við það?“ „Ætlið þið þá að leyfa þeim hvítu að búa hér?“ „0, já, já-já.“ Hann brosti illmannlega og það var grimmd í augunum. „Þeir mega gjarnan koma hingað, setjast hér að og vinna eins og þeir geta. Allt í lagi. En það, sem þeir skulu fá leyfi til er að húa í sérstökum borgarhluta, fátækrahverfi. Þeir skulu fá að þrifa skóna okkar og hreinsa skítinn fyrir okkur. Það er allt, sem við heimtum af þeim. Og einstaka sinnum tök- um við einn eða tvo og hengjum þá. Allt í lagi með það.“ „Þú talar illmannlega. Það er ljótt að heyra þetta.“ „Þú verður nú að venjast því,“ mælti hann. Þau voru nú komin heim að húsinu, hann hemlaði snöggt og stökk út. „Ég ætla bara að ná í byssurnar mínar og kaðalspotta, við ráðum vonandi við kauða.“ „Ó, Willie,“ kveinaði Hattie, meðan hann æddi um uppi á loft- inu bölvandi. Hann hafði ekki fundið nema 4 byssur. Svo kom hann niður með fangið fullt af patrónum og fór að hlaða. And- litið var harðneskjulegt og varimar samanbitnar. Hendurnar titmðu. „Þá ættu þeir að geta séð okkur í friði, já — í friði, hvers vegna gera þeir það ekki?“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.