Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 57
eimreiðin VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR 45 „Willie, Willie!“ „Þú líka — og þú líka.“ Hann sendi henni óblítt augnatillit eins og hatrinu væri stefnt að henni. Fyrir utan gluggann töluðu drengirnir saman: „Hvítur eins og mjólk, sagði mamma, hvítur sem mjólk. Hvítur eins og blómið þarna, heldurðu það?“ „Hvítur eins og krítarsteinninn þinn, hugsa ég.“ Willie þaut út úr húsinu. „Inn með ykkur, strákar. Ég loka ykkur inni, þið skuluð ekki sjá einn einasta hvítan mann. Þið fáið ekki að tala um þá heldur. Þið fáið ekki leyfi til neins. Komið þið.“ „Já, en pabbi.“ Hann ýtti þeim inn fyrir og lokaði. Svo sótti hann sér máln- ingardollu og gildan kaðalspotta. Hann gáði til lofts á meðan hann vann af kappi að útbúnaði snörunnar. Svo var farið út í bílinn á ný og ekið af stað. A leiðinni var margt um manninn, margir stóðu kyrrir og horfðu til himins, nokkrir hröðuðu sér í bílana, og sumstaðar sást glampa á byssustingi. Hattie leit á byssurnar. „Nú, þú hefur heldur verið á ferðinni að smala,“ sagði hún í ásökunarróm. „Já, það er einmitt það, sem ég hef gert,“ sagði hann. „Ég hef komið við í hverju einu einasta húsi og sagt þeim, hvað þeir ættu að gera. Taka byssurnar fram, hafa kaðlana tilbúna, og nú erum við allir sem einn maður. öll móttökunefndin verður til staðar og afhendir lykilinn að borginni. Jú, jú, engin hætta á öðru.“ Hún kreisti svörtu hendurnar sinar í örvæntingu til þess að hna hina innri óró og hræðslu, sem gagntók hug hennar. Bíllinn hentist og sentist fram úr öðrum farartækjum. Hún heyrði hrópin: Hæ, Willie, sjáðu, og um leið var lyft upp vopnum og köðlum og brosað. „Þá erum við hér,“ sagði Willie og snarhemlaði, sparkaði op- inni hurðinni og hraðaði sér yfir flugvöllinn með fangið fullt af hernaðartækjum sínum. „Hefurðu athugað þetta vel, Willie?“ „I tuttugu ár, ég var sextán ára, þegar ég yfirgaf Jörðina, og eg var kátur, þegar ég slapp. Það var enginn lífsmöguleiki þar fyrir mig eða mína líka. Ég hef aldrei iðrazt. Hér höfum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.