Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 57
eimreiðin
VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR
45
„Willie, Willie!“
„Þú líka — og þú líka.“ Hann sendi henni óblítt augnatillit
eins og hatrinu væri stefnt að henni.
Fyrir utan gluggann töluðu drengirnir saman: „Hvítur eins
og mjólk, sagði mamma, hvítur sem mjólk. Hvítur eins og blómið
þarna, heldurðu það?“
„Hvítur eins og krítarsteinninn þinn, hugsa ég.“
Willie þaut út úr húsinu.
„Inn með ykkur, strákar. Ég loka ykkur inni, þið skuluð ekki
sjá einn einasta hvítan mann. Þið fáið ekki að tala um þá heldur.
Þið fáið ekki leyfi til neins. Komið þið.“
„Já, en pabbi.“
Hann ýtti þeim inn fyrir og lokaði. Svo sótti hann sér máln-
ingardollu og gildan kaðalspotta. Hann gáði til lofts á meðan
hann vann af kappi að útbúnaði snörunnar. Svo var farið út í
bílinn á ný og ekið af stað.
A leiðinni var margt um manninn, margir stóðu kyrrir og
horfðu til himins, nokkrir hröðuðu sér í bílana, og sumstaðar sást
glampa á byssustingi. Hattie leit á byssurnar. „Nú, þú hefur
heldur verið á ferðinni að smala,“ sagði hún í ásökunarróm.
„Já, það er einmitt það, sem ég hef gert,“ sagði hann. „Ég
hef komið við í hverju einu einasta húsi og sagt þeim, hvað þeir
ættu að gera. Taka byssurnar fram, hafa kaðlana tilbúna, og nú
erum við allir sem einn maður. öll móttökunefndin verður til
staðar og afhendir lykilinn að borginni. Jú, jú, engin hætta á
öðru.“
Hún kreisti svörtu hendurnar sinar í örvæntingu til þess að
hna hina innri óró og hræðslu, sem gagntók hug hennar. Bíllinn
hentist og sentist fram úr öðrum farartækjum. Hún heyrði
hrópin: Hæ, Willie, sjáðu, og um leið var lyft upp vopnum og
köðlum og brosað.
„Þá erum við hér,“ sagði Willie og snarhemlaði, sparkaði op-
inni hurðinni og hraðaði sér yfir flugvöllinn með fangið fullt
af hernaðartækjum sínum.
„Hefurðu athugað þetta vel, Willie?“
„I tuttugu ár, ég var sextán ára, þegar ég yfirgaf Jörðina, og
eg var kátur, þegar ég slapp. Það var enginn lífsmöguleiki þar
fyrir mig eða mína líka. Ég hef aldrei iðrazt. Hér höfum við