Eimreiðin - 01.01.1952, Side 61
eimreiðin
VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR
49
brennt og gereyðilagt. Bómullarakrarnir, verksmiðjurnar, göt-
urnar, húsin. Og upptalningin hélt áfram.
„Tampa.“
„Þaðan er ég,“ hvíslaði einn í hópnum.
„Fulton.“
„Þar bjó ég,“ sagði annar.
„Memphis."
„Er Memphis brunnin?“
„Sprengd í loft upp.“
„Fourth Street í Memphis?“
„Allt, allt,“ mælti aðkomumaðurinn.
Og svona hélt upptalningin áfram. Hræðileg orð, ægilegar
lýsingar. Willie Johnson tautaði fyrir munni sér: „Greenwater,
Alabama,“ og lægra: „Þar fæddist ég“. Allt búið, blásið burt
sem reykur. Hann sá það skýrt fyrir sér.
Flinn aldni maður hélt áfram: „Við höfum eyðilagt allt, hvern
emasta hlut, við höfum drepið milljónir og aftur milljónir. Eftir
því
sem ég bezt veit, þá er ekki meira en fimm hundruð þúsund
Tianns eftir á Jörðinni af öllum kynflokkum. 1 rústunum höfum
Vlð leitað og skrapað saman allskyns brotabrot til þess að
geta loks byggt þessa eldflugu. Og nú erum við komin hingað
til Marz til þess að biðja um hjálp.“
Hann þagnaði, virti andlitin fyrir sér, eins og hann vildi lesa
1 þeim svarið, en var óviss um ráðninguna.
Flattie Johnson fann hvernig handleggurinn á manninum
hennar harðnaði við fastara grip hans um reipið. Gamli maður-
lnn tók til máls á ný í rólegum tón.
„Við höfum verið heimskingjar, við höfum eyðilagt Jörðina
°g menninguna. Það er ógerlegt að byggja nokkra borg á ný.
Fyðileggingin mun eiga þar bólstað um hundrað ár enn. Þið
eigið hér eldflugur, sem þið hafið ekki notað í tuttugu ár. Nú
er ég kominn hingað til þess að biðja ykkur að nota þær. Viljið
þið fara í þeim til Jarðarinnar og sækja þangað þá, sem enn
lifa þar, og koma með þá hingað til Marz? Hjálpið okkur í þetta
smn. Við höfum hagað okkur heimskulega, Það viðurkenna allir,
]afnt Rússar sem Indverjar, Kínverjar, Bretar og Ameríkumenn.
Við biðjum ykkur að taka við okkur. Það er mikil frjósemi
hér á Marz, þvi jarðvegurinn hefur hvílzt í hundruð ára. Hér
4