Eimreiðin - 01.01.1952, Page 62
50
VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR
EIMREIÐIN
er nóg landrými handa okkur öllum. Ég hef athugað akrana
ykkar úr loftinu. Við viljum fá leyfi til þess að yrkja landið með
ykkur og fyrir ykkur. Við getum ekki heimtað neitt. Ef þið segið
mér að fara, skal ég fara inn í eldfluguna strax og snúa heim
aftur. En ég endurtek það, að við viljum allt vinna til þess að
þið rekið okkur ekki á burt, að við viljum gera allt fyrir ykkur,
halda húsunum hreinum, búa til mat og hvað sem vera skal. Við
viljum auðmýkja okkur fyrir GUÐI og mönnum fyrir allt það
vonda, sem við höfum aðhafzt undanfarið gegn sjálfum okkur,
gegn öðrum og gegn ykkur.“
Hann þagnaði. Það var alger þögn, alger kyrrð. Willie John-
son hélt fast um reipið. Hópurinn gaf honum auga, og Hattie
tók í hönd hans og beið eins og hitt fólkið. Hún óskaði sér að
geta fundið opna leið að hatri þessa mannfjölda, þreifa á því
og reyna svo að útrýma því. En hvernig átti hún að fara að því?
Hún leit á Willie, sem stóð við hlið hennar, stór og sterkur.
Hann var sá eini í hópnum, sem hún þekkti til hlýtar. Hún
gekk eitt skref áfram: „Herra.“ Hún vissi naumast hvað hún
ætlaði að segja.
„Herra.“ — Maðurinn sneri sér að henni með þreytulegu
brosi.
„Vitið þér nokkuð um Knockwood Hill í Greenwater?“ spurði
hún.
Gamli maðurinn kallaði eitthvað inn í loftskipið. Eftir augna-
blik var loftmynd rétt út til hans.
„Stóra eikin á hæðinni, er hún þar ennþá, herra?“
„Nei, hún er ekki lengur til, allur ásinn og eikin með varð
fyrir sprengju. Viljið þér sjá?“ og hann benti á myndina.
„Má ég sjá?“ spurði Willie um leið og hann gekk fram og
greip myndina.
Hattie horfði á hvíta manninn og hélt áfram að spyrja.
„Segið mér eitthvað um Greenwater.“
„Hvað viljið þér vita?“
„Lifir dr. Philips ennþá?“
Eftir augnablik kom svarið frá flugunni:
„Drepinn í stríðinu.“
„En sonur hans?“
„Dauður.“