Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 64
Lagakrókaliðugur,
lengst í málasýsli,
snæfur, klókur, sniðugur,
snotur og var Gísli.
Eftir því sem ofar hlóðst
ávirðingaskyssa,
naumast fljóð hans fegurð stóðst,
fantinn vildi kyssa.
Er hann slóðir aðrar gekk
ísastorðu kringum,
málabjóður fullt ei fekk
fang á Norðlendingum.
Kringum hann var herkví gjör
hinzt í réttarskvaldri.
Samt hann reiddi sigurs-hjör
sár á gamals aldri.
Lífs er æddi hryðja hörð,
hér á storðu gestur,
nam hann skák á nýrri jörð,
nýr og manna beztur.
Horfinn lista lastamann
lýður meti ríkan.
Frónið átti, fæddi hann,
fáan honum líkan.
Meðan okkar minjasafn
molnar ei að hjómi,
Saura-Gísla soranafn
sveipar kynjaljómi.
örn á SteSja.
Ath.:
Rangt er það í Saura-Gisla sögu, að Bjarni Skúlason, sem Gisli vélaði 1
Skagafirði, andaðist þá litlu síðar. Hann lifði Gísla um áratug, eða fram yfn
siðustu aldamót. Sá ég Biarna um aldamótin, er ég var barn að aldn, en
man þó nokkuð eftir honum. Hann var mikill vexti, þykkleitur, dragmaeltu1?
með slapandi neðrivör. Talinn var hann allvel viti borinn, og gat veri
meinlegur í svörum, ef svo bar undir.