Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 68
56
FIMMTÍU ÁRA MINNING
EIMREIÐIN
hugmynd um, hvað unga fólkið þá — fyrir hálfri öld, hafði við
að stríða og vanhagaði um í þeim sökum. Tökum til dæmis söng-
inn, sem hér að framan hefur verið að nokkru minnzt á. Fjór-
raddaður söngur var þá nýlega kominn til sögunnar, og kunnátta
í því að syngja lag eða leika á hljóðfæri mjög af skornum
skammti. Það er grunur minn, að hin áminnsta aldamótahátíð
hafi verið mikil vakning fyrir fólkið, beint og óbeint. Enda kom
ungmennafélagsskapurinn til sögunnar upp úr aldamótunum, sem
var sterk hreyfing þá, til að hjálpa þjóðinni eitthvað úr kútnum.
Mér fannst eiga við að skrifa upp þessar 50 ára minningar um
aldamótahátíð Þingeyinga, svo ekki falli þær í gleymsku. Því
óðum fækkar þeim, sem þar áttu hlut að máli.*
Akureyri, 21. júní 1951.
Sigurgeir Jónsson.
*) 1 Stefni, blaði Björns Jónssonar, Akureyri, skrifar Matthías Joch-
umsson 29. júní 1901. Þar segir meðal annars:
Samkoman á Ljósavatni 21. júní 1901.
„Varstu á Ljósavatni?“ Var ég þar og með mér 4 dætur mínar og 1
sonur. „Og hvernig gazt þér að eða launaðist ferðin?" Vel.... Fjöl-
mennið nam víst hátt á annað þúsund og hef ég hvergi þar komið, að
jafnmargt fólk sýndi meiri siðsemi, eftirtekt og alvöru við verslega
skemmtan. Fyrirbúnaður allur var eftir föngum og þó vel; stjórnsemi
betri vonum og með takti og stillingu ... Hinir helztu ræðumenn voru:
Sýslumaðurinn (Steingrimur Jónsson), er setti fundinn og síðar minnt-
ist konungs, séra Árni próf. Jónsson (aldamótaræða) og Sigurður á
Yztafelli, bróðir hans (héraðsminnið), Pétur á Gautlöndum (Islands-
minni). Sagðist þeim öllum vel.... Ennfremur fluttu aðrir snjallar
ræður, þá er leið á daginn, og nefni ég einkum þá bráðgáfuðu bræður,
Friðjónssyni, Guðmund og Sigurjón. Söngurinn fór dável fram, og þótti
einkum bera á diskant og miilirödd. Sigurgeir frá Stóruvöllum stýrði
flokknum. Á eftir aðalræðunum komu kappreiðar, en þá glímur og aðrar
íþróttasýningar...“
Þannig segir Matthías frá þessari héraðshátíð Þingeyinga.
(Að nokkru stytt).