Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 70

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 70
— Draumur 7. dezember 1950. — Vakandi heföi mér aldrei getaö dottiö þessi samstceöa í liug! Báöir voru þeir mér víös fjarri. Símon haföi sjaldan búiö mér í huga. Venncr- bom aldrei! Og ég var lengi aö átta mig á, hver hann væri. — HvaÖ áttu þau sameiginlegt, þessi tvö alþýöuskáld? Voru þau ekki bœöi um- renningar og útlagar á öræfum lífsins? Og uröu þau ekki bœöi úti á Heljardalsheiöi örlaga sinna? Hafa þeir nú liitzt lúnum megin? — Hvaö veit ég um þaö. Svefn á sína heima! — En ég liitti þá báöa kl. 5 mínútur yfir liálf sjö, morgun- inn 7. dezember 1950, er mér rann í brjóst augnabliks-andartak, eftir aö ég var vaknaöur. Skáldin Vennerbom og Símon við kolabinginn. Skáldið Vennerbom er kolamokari, gamall, slitinn og þreyttur. Hann situr við kolabinginn og hefur lagt frá sér skófluna. Dala- skáldið kemur aðvífandi með slatta í poka sínum á öxlinni. Gjafir eða bækur? — Skáldið Vennerbom dauðlangar til að bæta ein- hverju við í pokann, en á ekkert til. Hann er öreigi í heimi og einmani. Sárri hryggð bregður fyrir í svip hans. Og á gömlu andliti hans verður hryggðarsvipurinn átakanlegur. Ekkert á hann til að gefa skáldbróður sínum! — Síðan fer hann að leita í kola-urðinni undir bingnum. Og loks finnur hann stóran teningsmyndaðan kolamola, sléttan á fleti og fallegan. Skáldið Vennerbom strýkur kolamolann vandlega og gælir við hann og mælir: „Karaste broder Símon," segir hann. „Þetta er svört sál sólar- bálsins. Sonur himins og jarðar, svartrar moldarinnar. — Þess- vegna kippir honum í kynið. Eins og okkur báðum: Ósjálegir ytra, en eldsál í barmi. — Jörðin er frjósöm, bróðir, og þrungin af þrá tímgunarinnar. Hún breiðir faðminn við blessun himinsins. Og lífið sprettur uppúr skauti hennar í mörgum myndum." Og skáldið Vennerbom mælir hátíðlega: „Þessa svörtu sál him-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.