Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 71

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 71
EIMREIÐIN TVÖ SKÁLD 59 ins og jarðar gef ég þér, káraste broder Símon. Þetta er aleiga mín. Annað á ég ekki til í þessum heimi. Inte alls! — Og þó erum vér allir erfingjar jarðar, sameiginlega. En erfðahluti minn er að- eins þessi svarta sál, sonur himins og jarðar. Og nú gef ég þér hann, káraste broder Sírnon!" Oalaskáldið er dálítið slompaður. Hann tekur við gjöfinni og stingur henni í poka sinn. En þá verður hann of þungur að varpa honum á öxl sér. Svo sezt hann niður við hliðina á skáldinu Vennerbom og mælir viðstöðulaust af munni fram, um leið og hann dregur nærri fullan fleyg-pela uppúr innri brjóstvasa sínum: Glaðir og frjálsir ganga megum götur tvennar lífsins veg, sólarbálsins sál þótt eigum saman — Vennerbom og ég! Skáld eru bræður, hvar sem hittast: Hugur reifur, stuðlað mál! — Kulna glæður. — Götur styttast. — Glaðir kneyfum vora skál! Síðan dreypa þeir báðir á fleygnum til skiptis og drekka hvor °ðrum til. Og skáldið Vennerbom og Dalaskáldið gerast báðir glaðir og reifir. Og skáldið Vennerbom finnur aftur sína sænsku söngrödd, sem lengi hefur verið rám og raunaleg. Og nú raular hann hljómfullum rómi útí kuldabláa kvöldkyrrðina, og birtir yfir svip hans: „Hár ár guda-gott att vara.........“ Hann syngur allt erindið á enda. — „Ack ja, káraste broder Símon. Livet ár dock „kristallen den fina“, om det er aldrig sá svárt — °ch svart!" Svo sitja bæði skáldin í faðmlögum undir kolabingnum og rugga °9 raula og tæma fleyginn. Og að lokum sofna bæði skáldin í nístandi haustnætur-kuldanum, undir blikandi stjörnum og brag- andi norðurljósum. — Og svefninn verður þeim svo Ijúfur, að þeim gleymist að vakna aftur. Helgi Valtýsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.