Eimreiðin - 01.01.1952, Page 74
Máttur mannsandans
eftir dr. Alexander Cannon.
V. kafli.
Draumheimar og dáleiSsla.
[Kafli sá úr bók dr. Cannons, Máttur mannsandans, sem nú hefst, birtist
fyrst í læknablaðinu Medical Press and Circular 25. október 1944, og þaðan
tók höfundurinn hann upp i bók sína, er hún kom fyrst út í London fyrir
tveim árum. — ÞyS.~\
Vér erum nú komin það langt í athugunum vorum, að vel á
við að íhuga skyldleikann milli venjulegs svefns og dáleiðslu og
það vitundar-ástand, sem er einkenni hvors um sig.
Það er greinilegur skyldleiki milli dáleiðslu og venjulegs svefns.
Meginmunurinn er sá, að í dáleiðslu eru náin tengsl milli dá-
valdsins og hins dáleidda. En í venjulegum svefni er ekki um
slíkt að ræða. Menn mega ekki blanda hugtakinu svefn saman
við hugtakið þreyta. Það, að vera úrvinda af þreytu, þýðir ekki
alltaf það að vera úrvinda af svefnleysi. Því svefn og þreyta fara
alls ekki alltaf saman. 1 lífeðlisfræðinni er að vísu kennt, að
svefn orsakist af þreytu. En þetta er röng kenning. Hún getur
aðeins staðizt að vissu marki, svo sem þegar vér höfum reynt
mikið á heilann og þreytukennd gerir vart við sig, sem fylgir
að jafnaði ósjálfrátt löngun til að sofna, svefnsins sjálfs vegna.
En það er að minnsta kosti fernt, sem afsannar, að fyrrnefnd
kenning lífeðlisfræðinnar sé rétt.
1 fyrsta lagi getur mikil þreyta blátt áfram valdið svefnleysi.
Þú getur orðið svo þreyttur, að þú verðir andvaka vegna þreytu.
f öðru lagi verða menn ennþá syfjaðri við það að sofa mikið,
eða langt fram yfir venjulegan svefntíma.
f þriðja lagi gerir lúi, örþreyta og syfja vart við sig hjá manni
algerlega óháð hvað öðru, svo að lítið samband virðist oft á milh
þessara kennda.
í fjórða lagi sækir venjulega á mann svefn á ákveðnum, reglu-