Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 75

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 75
eimreiðin MÁTTUR MANNSANDANS 63 bundnum tima sólarhringsins, þeim tíma, sem sjálfssefjunin hefur komið manni upp á að nota til svefns. Þegar þessi reglu- hundni tími er hjá liðinn, hverfur svefninn, enda þótt maður sé alls ekki afþreyttur. Stundum getur þú verið þreyttari að morgni en þú varst að kvöldi, er þú lagðist til svefns, en glaðvaknað þó á þeim tíma, er þú ert vanur að vakna á morgnana. Lífeðlisfræðingar hafa reynt að mæla styrkleika svefnsins með því að kanna hve mikinn hávaða þurfi til að rjúfa hann. Með þessari aðferð verður þó ekkert sannað um styrkleika svefnsins, eins og sést bezt á því, að menn geta sofið sem fastast þrátt fyrir hávaða, hversu mikill sem er, ef þeir eru honum vanir. Þannig er alls ekki öruggt, að vekjaraklukka vekji mann, þó að hringi. Aftur á móti getur veikt hljóð, ef það er óvenjulegt eða óvel- komið, valdið því, að maður hrökkvi upp og sé samstundis glað- vakandi. Mörg umhyggjusöm móðir hrekkur upp úr svefni, ef Rngbarnið hennar grætur eða gefur frá sér hvað lítið hljóð sem er, þar sem það liggur í vöggu við hlið henni. Aftur á móti getur sama móðirin steinsofið, þó að maður hennar háhrjóti, eða einhver annar hávaði, sem hún er vön, heyrist i herberginu. Hljóðlátar athafnir, sem eru tilbreytingarlausar og valda leiða, athafnir, sem ekki trufla athyglina eða vekja hana, gera menn syfjaða. Eins fer þegar menn sitja aðgerðarlausir í þægilegum hsegindum og skuggsýnt er i herberginu. Skyld fyrirbrigði þessu, svo sem geispar, letiteygjur, og aðrar síendurteknar hreyfingar, auka svefnþörfina. Og eins og allir vita, eru allir þessir tilburðir mjög smitandi og sefja menn í svefn. Sú venja að leggjast til svefns á ákveðnum tíma sólarhringsins, veldur syfju nákvæm- ^ega á þeirri stundu, sem maður er vanur að sofna. Vissir staðir gsta valdið syfju, svo og raddir vissra manna, leiðinlegar ræður, en þó fremur öllu öðru það að liggja afturábak í hægindastól, sem maður er vanur að blunda í, láta augnalokin siga, láta eftur augun. Þessar venjur, sem svo kallast, eru í raun og veru ekkert annað en ósjálfráðar sjálfssefjanir. Áhrifamest sjálfssefjun þessara athafna er að láta augnalokin síga, loka augunum, enda er þetta eitthvert bezta ráð, sem hægt er að beita til þess að blása sér svefni í brjóst. Aið athugun á sofandi manni er fljótt hægt að ganga úr skugga um, að hann hreyfir sig í svefninum og að skilningarvit

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.