Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 76

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 76
64 MÁTTUR MANNSANDANS EIMREIÐIN hans geta orðiS fyrir áhrifum. Ef dregin eru ofan af honum sængurfötin, er hann vís til að breiða þau aftur ofan á sig. Stundum talar hann eða stynur upp úr svefninum. Ef hann hrýtur, er hægt að láta hann hætta því með því að segja hon- um að hætta. Sé hann ávarpaður, er stundum hægt að láta hann svara. Og suma sofandi menn er hægt að láta fara fram úr rúminu og framkvæma í svefninum það, sem þeim er sagt að gera. Sumir sofa laust og rólega, vakna við hvað lítinn hávaða sem er og eru að ýmsu öðru leyti mjög tengdir vökuvitund sinni. Vér vitum úr svefni aðeins það í huganum, sem tengist vöku- vitund vorri og vér munum sem draum, þegar vér vöknum. Vér vitum ennfremur, að svefnvitund vor er harla ólik vökuvitund vorri, en líkist henni þeim mun meir sem vér.sofum lausara. Að svo miklu leyti, sem draumlíf vort gefur vökuvitundinni tækifæri til að skyggnast inn í ríki svefnsins, getum vér aðgreint svefnvitund vora frá vökuvitundinni í eftirfarandi atriðum: 1. Svefnvitundin gerir ekki skarpan greinarmun á imyndun- um og skynjunum, því í draumi magnast ímyndanirnar og verða eins og raunverulegir atburðir, jafnskýrar og skynjanir, svo að hvorttveggja verður jafnverulegt eða óverulegt í svefn- inum. 2. Vökuskynjanir, sem stafa af ytri áhrifum, glata venjulega skýrleika sínum og styrkleika í draumi. Draumsýnirnar eiga mjög sterkar rætur í tilfinningalífi dreymandans og geta orsak- að máttugar verkanir á taugakerfi hans. Þannig getur draumur valdið því, að dreymandinn kófsvitni í svefninum. Draumur getur einnig valdið krampakenndum vöðvateygjum og ákafri hræðslu. Sé um munuðardraum að ræða, getur hann valdið sáðláti, án þess að um núning eða þrýsting á getnaðarfærin sé að ræða. En slíkt gerist varla í vöku. 3. Draumsýnir eru oft mjög sundurlaust og órökrænt saman- settar og gagnstætt því, sem vér hugsum og ályktum í vöku. Venjulega eru hugmyndatengslin i draumum mjög lausleg og reikul. Sú skipulagsbundna dómgreind í hugsun, sem einkennir vökuvitund vora, og sem orðin er að drottnandi vana í sálarlífi voru, er engu ráðandi í draumlífinu. Hjá sofandi manni er meðvitundin greinilega í fjötrum að meira eða minna leyti og óvirk. Þessvegna dreymir oss stundum fáránlegustu endaleysu,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.