Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 78

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 78
LEIKLISTIN Tólf leikrit. Tólf leikrit hafa verið sýnd í Reykjavík og Hafnarfirði frá október-lokum og fram í febrú- ar í vetur. Stundum voru tvær frumsýningar í sömu vikunni, eins og þegar Haraldur Á. Sig- urðsson og Shakespeare voru á ferðinni hvor sitt kvöldið í röð, eða Menntaskólaleikurinn á mánudagi og Draugalestin í Hafnarfirði á fimmtudegi. Þjóð- leikhúsið átti sex af þessum leikritum, Leikfélag Reykjavík- ur þrjú og Menntaskólanemend- ur eitt að auki í Iðnó, tvö voru í Hafnarfirði. Þetta er mikið álag, þar sem áhorfendahópur- inn er ekki stærri og tala dug- andi leikenda takmörkuð. Það ber heldur ekki vott um heil- brigt leikhúslíf, þegar leikrit, sem miklu hefur verið kostað til, hrynja niður, en öðrum hróf- að upp í staðinn. Þverrandi leik- húsaðsókn verður ekki læknuð með fjöldaframleiðslu, heldur með því að velja úr hið bezta, sem leikhúsin geta sýnt. Það þýðir ekki endilega að seilast eftir verkum heimsfrægra höf- unda, það er betra að grípa svo- lítið neðar í bókahillunni, þegar listræn skilyrði eru ekki fyrir hendi, fyrst hvað snertir þýð- ingu, í öðru lagi hlutverkaskip- an, síðan leikstjórn o. s. frv. Þjóðleikhúsið mátti sanna þetta með þremur leikritum í röð. Maugham er heimsfrægur, ekki vantar það, en gamanleik- ur hans, Hve gott og fagurt, er leiðinlegur af þeirri einföldu ástæðu, að ekki eitt atriði leiks- ins varðar áhorfendur í dag og sízt hér úti á íslandi. Guð forði mér frá því að segja, að Shake- speare sé leiðinlegur, en ég get hreinskilnislega játað, að ég hef aldrei fundið púðrið í Sem yður þóknast. Ef til vill hefur Shake- speare haft sama í huga 1599 og Maugham 1919. Munurinn er, að Shakespeare segir: „Gjörið þér svo vel, sem yður þóknast", Maugham: „Gott og vel, þetta viljið þið“. Það eru áhorfendur í London, sem ég er að tala um, ekki hér í Reykjavík. Áhorfendur í Reykjavík hafa tekið skemmtilega og óvænta afstöðu til gamanleikja í vetur. Þeir eru hættir að sækja þá og jafnvel þó að feitt sé á krókn- um. Tvo íslenzka gamanleiki dagaði uppi, Dóra eftir Tómas Hallgrímsson hjá Þjóðleikhús- inu og Tony vaknar til lífsins eftir Harald Á. Sigurðsson hjá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.