Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 79
eimreiðin
LEIIÍLISTIN
67
Leikfélaginu. — Sýningarverðir
gamanleikir teljast til nýlundu
í íslenzkri leikritun, ég minnist
ekki í fljótheitum annarra en
Leynimels 13 eftir Þrídrang og
Næturinnar löngu eftir Jóhann-
es Steinsson, sem Leikfélag
Hafnarf jarðar sýndi í fyrra vor.
Það þarf enginn að búast við,
að íslenzkir gamanleikir skáki
Frænku Charleys fyrst um sinn,
en það er óþarfi að fjandskap-
ast við þá, formið á rétt á sér
— en kannske hafa höfundarnir
aðeins verið of mikið að hugsa
urn að þóknast áhorfendum, þeir
hefðu þurft að pipra plokkfisk-
inn, þá hefði fólkið komið.
Þjóðleikhúsið var óheppið
með sýninguna á Önnu Christie
eftir O’Neill. Hvorki þýðingin
né leikmeðferðin hæfði þessum
hversdagsgráa sorgarleik. Valur
Gíslason stóð einn uppi af leik-
endum höfundinum til varnar.
Annars er farið að bera á því,
a<5 okkar góðu leikendur vaxa
ekki með hlutverkunum, eða er
stærð leiksviðsins í Þjóðleikhús-
inu og fjarlægð þess frá áhorf-
endum farin að segja til sín,
þegar við höfum séð sömu leik-
endurna í nokkrum hlutverk-
Urn? Gullna hliðið er til vitnis.
Sviðsetning leiksins var stækk-
ué mynd af leiknum eins og
hann var sýndur í Iðnó. En
Sræddi leikurinn nokkuð á
stsekkuninni? Jón, aðalpersóna
leiksins og alls staðar nálægur
* gömlu Iðnó, hvarf í þessu
klettaklungri og þessari blá-
rnóðu sælunnar, kerling hans,
nldrei þessu vant, fjarlæg og
íramandi. Sumir leikenda mega
samt eiga það, að þeir eru hinu
stóra leiksviði vaxnir. Indriði
Waage sýndi það í Sölumaður
deyr og Haraldur Björnsson í
aðalhlutverkinu í Dóra, að þeir
geta fyllt hið tóma rúm leik-
sviðsins með orðsins list, og vel
sé þeim fyrir það.
Menntaskólaleikurinn er alltaf
ánægjulegur, að þessu sinni
gamanleikur með mjög tákn-
rænu nafni, Æskan við stýrið.
Þar er nú fólk, sem leikur af
lífi og sál. Gamanleikirnir hjá
leikfélögum Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, Dorothy eignast
son og Aumingja Hanna, tókust
báðir eins og til var stofnað, en
þrjár ungar leikkonur vöktu á
sér athygli, þær systur Minna
og Kristjana Breiðfjörð og Erna
Sigurleifsdóttir. Hin síðast
nefnda gerði þó enn betur í
kínverska leikritinu, Pi-pa-ki,
sem Leikfélag Reykjavíkur
sýndi á jólum, og er hún nú
ásamt Guðbjörgu Þorbjarnar-
dóttur, sem líka lék mikilvægt
hlutverk í hinu forna og athygl-
isverða leikriti, leikkonur, sem
mikils verður af vænzt og mik-
ils krafizt í framtíðinni.
Þó að áhorfendur hafi látið
sér fátt um finnast gamanleik-
ina, létu þeir ekki með öllu af
leikhússókn. Þeir fjölsóttu
Gullna hliðið hjá Þjóðleikhús-
inu og Pi-pa-ki hjá Leikfélaginu
og staðfestu enn einu sinni, að
það borgar sig fyrir leikhúsin
að velja hið bezta, sem er á
valdi þeirra að sýna, en sleppa
umþenkingum um fljóttekinn
gróða.