Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 80
FÖÐURTÚN. Höfundur þessarar stóru bókar, sem kom út í Reykjavík 1950 og er 564 bls. i stóru broti, er Páll V. G. Kolka, héraSslæknir i víðlendu og erfiðu hér- aði, góður læknir, sem mikið er vitj- að. Það þarf meira en meðalmann að gáfum og starfsþreki (dugnaði) til þess að afkasta slíku verki i tóm- stundum frá umfangsmiklu embætti, því læknar verða að vera með allan hugann við störf sin, meðan á þeim stendur, og fylgjast vel með nýjung- um i læknisfræðinni. Þegar ég las bók þessa fyrst, tók ég eftir ýmsu í henni, sem mér likaði ekki. Var það allt viðvíkjandi mann- lýsingum, hinir kaflarnir féllu mér strax mætavel, svo sem landslagslýs- ingar, um sögu héraðsins, skaphöfn manna þar. Ég held t. d. að það sé alveg rétt athugað, að einstaklings- hyggja hafi þróazt í Húnaþingi frem- ur en öðrum sveitum norðanlands, þar sem ég þekki til. Ég hef nú lesið bókina aftur, vandlega, og hefur hún vaxið við það í áliti hjá mér. Sé ég nú, að ómögulegt er að gera svo öll- um liki, þegar um það er að ræða að lýsa fólki i heilli sýslu, margt hlýtur að falla burtu, sem æskilegt væri að getið væri. Þó er sumt, sem virðist augljóst, að ekki hefði átt að sleppa. Til dæmis er erfitt að skilja, hvers vegna höfundur getur þess ekki, að Magnús Stefánsson á Flögu var mað- urinn, sem braut á bak aftur verzl- unarkúgun danskra selstöðuverzlana á Blönduósi á siðasta tugi 19. aldar. Svo rammt kvað að þessu, að þegar Magnús fyrst kom með vörur til Blönduóss, þá ungur og félitill bóndi (á Flögu), ætluðu þjónar Dana að verja honum að komast í land með vörurnar, og kom til átaka á bryggj- unni. Þess er getið í bók Kolka, að Magnús hafi um tima verið auðug- asti maður í sýslunni. Ekki veit ég hvort þetta er rétt, en hitt er víst, sem ekki er getið í bókinni, að óbein- línis hefur hann stórauðgað Austur- Húnvetninga með þvi að bæta vöru- verð þar. Það er einkennilegt, að mynd er ekki af þessum öndvegis- manni, sem um áratugi stóð í fremslu röð Austur-Húnvetninga, þótt góðar myndir séu þar af ýmsum mönnum, sem litt koma við sögu héraðsins. — Konu Magnúsar, frú Helgu Helga- dóttur, er alls ekki getið, var hún þó kennslukona á Blönduósi, áður en hún giftist, merk og ágæt kona. — Að vísu má segja, að allt kemst ekki að í bókinni, en þvi miður er mörgu sleppt þar, sem nauðsynlegt er að geta, en svo mikið sagt um annað, sem óþarfi er, þar sem þess er getið itarlega í öðrum bókum. Einnig mætti sleppa getgátum um launbörn látinna manna, slúðursögum, sein óprýða hverja bók. Vil ég nefna hina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.