Eimreiðin - 01.01.1952, Qupperneq 81
EIMREIÐIN
RITSJÁ
69
Warg-upptuggnu sögu um það, að
ssra Björn Jónsson i Bólstaðarhlið
hafi átt að vera faðir Björns Blön-
dals, sýslumanns, Auðunssonar. Dr.
Páll Eggert hefur einnig tekið þessa
sogusögn upp í Islenzkar æviskrár.
Páll Kolka reynir nú að bæta við
tveimur launbörnum hjá séra Birni.
Mér finnst þetta óviðfelldið, þetta eru
osannanleg mál, og virðist sjálfsögð
kurteisi að lofa mönnum að eiga þá
foreldra, er þeir voru kenndir við
rueðan þeir lifðu hér á jörð, ómót-
ruælt. Þegar maður les slíkar sögur
eftir menn eins og dr. Pál Eggert
°g Pál Kolka, dettur manni í hug, að
það er i rauninni mikið, að einhverj-
Ir hafa ekki fundið upp á því að
kenna þeim Jónasi Hallgrimssyni og
Jóni Sigurðssyni launbörn, til þess að
geta rakið ætt sína til þeirra ágætu
manna! —
En þótt ætið megi benda á margt,
sent ýmsum þykir betur fara í stórri
bók, þar sem maður þekkir fjölda
fólks, sem lýst er, þá er bókin Föður-
tun afar fróðleg og mjög mikill feng-
Ur að henni fyrir alla þá, er kynnast
v'lja fólki í Hunaþingi um og eftir
oldamót síðustu. Lýsingar á landslagi,
fandkostum til sveita og afrétta, svo
°g kaflinn GróSur aldanna, er bezt.
' Þrátt fyrir auðsæja viðleitni höf-
nndar að segja satt og rétt frá öllu,
verður, eins og áður er sagt, ekki hjá
tví komizt i mannlýsingum að ýmsu
Se sleppt, sem þyrfti að greina frá,
getið nokkurra af bræðrum, en
öðrum gleymt o. s. frv., sagt frá
ornerkilegum hlutum, en öðru merk-
ara sleppt. Enda oft álitamál, sitt
sýnist hverjum. T. d. var ég oft í
Stafnsrétt á æskuárum og sá aldrei
mann súpa á flösku úr vasa Margrét-
ai gömlu, var þó oft nálægt henni,
því þar var oft glaumur og gleði,
hvort sem hún var í eldhúsinu á
Stafni eða í tjaldi við réttina. Eg
heyrði þessa sögu um vasapelann, en
held að hún sé ýkt mjög. Margrét
var á heimili foreldra minna eftir lát
manns hennar, svo og eftir að hún
fór frá Sigvalda tengdasyni sínum
nokkur ár, þó er þess ekki getið i
æviágripi hennar, sem nýlega kom út
í bók, „Hlynir og hreggviðir". Þekkti
ég því Margréti mjög vel. Hún var
mikil kona og skapstór.
Mikill kostur við bók Kolka er
ágæt nafnaskrá, er fylgir henni. Bók-
in er prentuð á fyriimyndargóðan
myndapappír, enda hinar mörgu
myndir ágætlega vel skýrar.
Þótt ég hafi nokkuð fundið að ein-
staka atriðum bókarinnar, vil ég enn
taka það fram, að ég tel hana mjög
merka og vel samda héraðslýsingu og
með þeim allra-beztu, er komið hafa
út. Það er undravert afrek önnum
kafins héraðslæknis að hafa samið
þetta mikla verk og er vottur um frá-
bærar gáfur og minni. Og þegar þess
er gætt, að höfundur lætur landsmál
og héraðsmál einnig mjög til sín taka,
hefur gefið út Ijóðabækur með ágæt-
um, féguðum kvæðum, þá verður
ekki annað sagt en að hann hafi var-
ið ævi sinni vel og hvergi legið á liði
sínu.
Þorsteinn Jónsson.
ÍSLENZKASTA SKÁLDIÐ.
Jakob Thorarensen: HRlMNÆTUR,
kvœSi. Reykjavík 1951 (Helgafell).
Fyrir nokkru var ég staddur þar,
sem nokkrir mennta- og listamenn
voru að tala um ljóðagerð. Lærðasti
maðurinn i hópnum, doktor í íslenzk-