Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 83

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 83
eimreiðin . RITSJÁ 71 Eitt verst, — að los fór að verða á í víðum byggðum. [dyggðum Að lokum gliðnaði öll sýndin sundur, l'á sá þau undur, að landið allt var í leiðum þústum °g ljótum rústum. Þá gekk hann burt. — Hann var greind- En guð er beðinn [ur kveðinn. ljá oss vernd fyrir voða sönnum of vindgangsmönnum. Um svipað efni fjallar kvæðið Lúfa- klapp. Trúður nokkur þráir framar öllu öðru, að fólkið klappi fyrir sér — °g fær loks þá ósk uppfyllta: Það klappaði, unz mannsins kólnað hold var klappað að lokum niðr i mold. Þá tóku þau við, hin miklu mögn, sem marka gleymskunnar djúpu þögn. En skáldið nýtur sin eigi síður í jákvæðri túlkun lífreynslu og mann- gildis. 1 stuttu og yfirlætislausu kvaeði, Gömul klukka, er timamælir- mn gerður að tákni endurminning- anna í þrautum, sorg og heimilis- hamingju af látlausri snilld. Það er eitt allra bezta kvæði bókarinnar. Síðasta visan er svona: -^ótt aukirðu ei neinu við ysinn í borg, hin aldraða, hljóðláta klukka, ttteð þér býr öll áranna þraut vor og sorg, ÖU þrá vor og höpp vor og lukka. Kvæðið Skapfestukona er líka fögur °g verðskulduð lofgerð um göfuga húsfreyju. Kæmi mér ekki á óvart, að bar stæði á bak við kona, sem ís- lenzka þjóðin er í þakkarskuld við. Og gaman er að bera saman þetta kvæði og ljóð um unga stúlku í ann- arri kvæðabók skáldsins, Sprettum. Jakob er fastheldinn á forn verð- mæti, saknar þess, sem í súginn fór, hvort heldur það voru andleg eða veraldleg hnoss. Svo segir hann m. a. í kvæðinu Frú allra frúa: Undra þeirra óska mætti okkar smáu, deilnu þjóð, að á ný um sæinn sunnan svifi hingað konan góð, sú með drenginn dýra í fangi, drottins fyrsta og eina son, — svo að allt hér fagnað fengi frjóvgun nýrri í trú og von. Soninn við hin mæra móðir mátti skiljast, — trúnni breytt. En hvernig fórst oss fósturstarfið, fór ei sumu að hnigna neitt? Ættjarðarást skáldsins er heil og ósvikin. Mun það ljóðasafn frá síðari árum vera vandfundið, sem auðugra er af henni en þessi bók. Gersemis- kvæði, þrungin þeirri kennd, eru til dæmis Islandsstef, ort lýðveldishátíð- arárið; I'.yúiba'rinn og NeitaS bán. Kvæðið Islandsstef endar á þessari fögru visu: Já, bezt vér munum einatt una á andstæðnanna fold, með stóru lyndi vasta og vinda, unz værðir býr oss mold. Hér jafnar margt hvað myrkt og hin milda sumarnótt [hart þá allt á storð er ungt og bjart, í einu glatt og hljótt. I heiði og kyrrð, — í ólgu og eld er íslands skaphöfn sótt. Þarna höfum vér eignazt ættjarðar-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.