Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 87
EIMREIÐIN
RITSJÁ
75
landshorni, svo að þau Steinunn.
Bjamadóttir og hann sjást ekki fram-
ar í þessu lifi, en skiptast á bréfum
bað sem þau eiga eftir ólifað. I „eftir-
mála höfundar" lýsir hami afskiptum
smum af þessum hréfum, hvernig
bau komast í hendur honum, og birtir
að lokum hréfin sjálf. Þau eru síðari
þáttur bókarinnar. í þeim opinberast
lesandanum sálarlif söguhetjanna
tveggja, þar sem aftur á móti fyrri
blutinn fjallar um hina ytri viðburði
°g aðdraganda þess innri þroska, sem
þungbær reynsla hefur af sér fætt í
lífinu.
Það er í góðu samræmi við annan
veruleikablæ á frásögn höfundar, að
hann harmar það (bls. 239), að hann
skuli ekki vera jafningi þeirra Dostó-
jevskis, Wassermanns eða Laxness,
bví þá hefði hann getað skapað úr
'i'visögu þeirra Kristins og Steinunn-
sr merkilegt skáldverk. Þetta er nú
'Úger óþarfi af höfundinum: að fara
að hossa þessum þrem heiðursmönn-
um á kostnað sjálfs sín. Því hann hef-
ur farið sína eigin leið og hvorki gert
tilraun til að apa þá höfunda né aðra.
Efnisval hans er nýstárlegt, meðferð
hans á því frumleg. Má t. d. benda á
þann frásagnarhátt hans, sem að visu
er ekki án fordæmis, að rekja hlið-
stæður án þess að skeyta um rétta
tímaröð. Er þessi háttur vel fallinn
til að hnitmiða atburðina um þann
meginkjarna, sem fyrir höfundinum
vakir og hann vill leggja mesta
aherzlu á að lýsa. Þannig er tvíþátt-
unnn, Kristins þáttur sem barns og
tmglings í föðurgarði og Kristins þátt-
Ur fullorðins, rakinn hliðstætt og á
vixl án nokkurrar „kronologiskrar"
samkvæmni, haglega af hendi leyst-
Ur, þvi með þessari aðferð er brugðið
UPP mjög skýrri mynd af söguhetj-
unni á örlagarikustu stundum lifs
hennar.
Höfundurinn gerir sér mjög far um
að rita vandað mál, enda tekst hon-
um það vel. Slettur eru harla fáar.
Stíllinn víða hlaðinn þrótti. Glíman
við tunguna er þreytt af áhuga —
jafnvel ákefð. Á stöku stað verður
höfundi fótaskortur og liggur við
falli, en fótar sig aftur. Og ólikt er
ánægjulegra að verða var viðleitn-
innar til tíginnar framkomu á fundi
við móðurmálið og lotningar fyrir
fegurð þess en að kámast og klínast
við alla slepjuna og slúðrið, ambög-
urnar og latmælin í ritmálinu, þegar
því er misboðið.
Einstaka villur hafa slæðst inn í
bókina, flestar meinlausar. Ártalið
1906 á bls. 184 á sýnilega að vera
1907. Á eftir orðinu „brúnirnar" (á
bls. 81 “) vantar kommu, annars verð-
ur setningin meiningarleysa. „Hyggð-
ist“ (bls. 130 7) les: hygðist. Á bls.
2915 er staf ofaukið í orði. Höfundur-
inn notar stundum óvanaleg orð og
orðatiltæki. Þannig kannast ég ekki
við orðið „úttútinn", fyrir úttútnaður,
á bls. 293. Hann (um guðdóminn) er
ýmist ritað með stórum eða litlum
staf, og gætir þar ósamræmis í próf-
arkalestri. Annars er mér illa við
upphafsstafi allsstaðar nema i augljós-
um sérheitum.
Athyglisverðasti kosturinn við þessa
bók, af mörgum, er sé, að höfundur-
inn kryfur í henni til mergjar ákveð-
ið sálfræðilegt úrlausnarefni. Hann
leitast við að kanna djúp mannshug-
ans, en er laus við þá yfirborðs-
mennsku, sem einkennir of margt af
því, sem út kemur og á að heita
skáldskapur. Þessa einkennis gætir
einkum í síðari hluta bókarinnar:
bréfunum. I þeim ræða maður og