Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 88
76 RITSJÁ EIMHEIÐIN kona, sem unnast og hafa skírzt í deiglu reynslunnar, um vandamál lífsins. Einkum er hann orðinn rýn- inn eftir alla erfiðleikana, og í sið- asta bréfinu, sem hann skrifar á banasænginni og að nokkru leyti er skráð fyrir hann, gerir hann grein fyrir viðhorfi sinu til guðs og manna. Guðfræði Kristins Þorsteinssonar á banastundinni er mótuð af lifsreynslu sjálfs hans. Kristur „sigraði í tveim stærstu orrustum mannsandans, bar- áttunni í eyðimörkinni og baráttunni í Getsemane". Það, sem siðar kom fram við hann, var aðeins bein af- leiðing jjess, að hann hlýddi skyld- unni til valsins milli guðs og gagn- stæðu hans ■—■ og sigraði. Þess vegna varð hann sjálfur guð, hafi hann ekki verið það áður. Skyldan til valsins er kjarni verðandinnar. Hver maður hlýtur að velja og hafna einn og er ábyrgur eigin gerða. Og þó er það takmark mannlegrar sálar að verða það ker, sem hæft sé til þess að taka við náð guðs og varðveita hana. Sjálf- ur stóð „afbrotamaðurinn" Kristinn Þorsteinsson eitt sinn á vegamótum og valdi milli ímyndaðs frelsis og af- plánunar. Hann valdi afplánunina — og hann valdi rétt. Hann getur því dáið í sátt við guð og menn. 1 öllu sínu umkomuleysi hefur hann séð himinbjarmann blika á tindum fyrir- heitna landsins við yzta sjónhring, eins og höf. lætur hann komast að orði í lok síðasta bréfsins til Stein- unnar Bjarnadóttur. Það leynir sér ekki við lestur siðari hluta þessarar bókar, að sjálfur er höfundurinn heilabrotamaður. Hann hefur lesið heimspekirit og telur sig einkum eiga Sören Kierkegaard og Blaise Pascal mikið að þakka, enn- fremur einuin eða tveimur erlendum nútímahöfundum. Þó held ég ekki, að verulegra óhrifa gæti frá neinum öðrum höfundi í þessari bók. Hún er sjálfstætt verk, með kostum sínum og brestum. Af brestunum eru málaleng- ingarnar í fyrri hluta bókarinnar þeir, sem setja nokkurn annmarka á heildarsvip hennar. Og sennilega hefði hún orðið heilsteyptara listaverk, ef höfundurinn hefði endurskoðað þann hluta betur. En kostir bókarinnar yfirgnæfa langsamlega brestina. Ég hika ekki við að fullyrða, að útkoma hennar er merkasti bókmenntavið- burðurinn, frá nýliða í íslenzkri skáldsagnagerð, á síðastliðnu ári. Sv. S. DÓTTIR RÓMAR. Skáldsaga eftir Alberto Moravia. Rvík 1951. (Setberg). Siðan afnumin voru öll höft á rit- frelsi Itala, hefur skóldsagnagerð, sem aðrar tegundir hókmennta, auk- izt mjög að vöxtum þar í landi. Rit- skoðunin á dögum Mussolinis var að vísu aldrei eins ströng og af var látið nema að því er snerti stjórnmálaskoð- anir. Italskir rithöfundar frá siðustu ára- tugum hafa orðið fyrir allmiklum áhrifum frá handariskum höfundum. Raunsæi þeirra kemur skýrt fram í bókum yngstu skáldakynslóðarinnar á Ítalíu. Bölsýni verður þar mjög vart: áhrif frá styrjöldinni og afleiðingum hennar. Söguefnið er oft og tíðum ýms þjóðfélagsvandamál, harðstjórn og styrjaldarböl. Bandarískir höfund- ar, svo sem Fitzgerald, Hemingway, Sherwood Anderson og Steinbeck, hafa orðið vinsælir á Italiu. Einn af snjöllustu rithöfundum ítala, Cesare Pavese, hefur þýtt sögur Andersons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.