Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 55
JAKOB KRISTINSSON 199 feginn að fá frí bráðlega og vona að það geti tekizt. Annars allt gott að frétta. Stariið virðist eiga vel við mig.“ Bréfkaflinn ber að vísu vott um annir og nokkra þreytu, en starfs- gleði. Embættið „virðist eiga vel við“ hann, enda ekki óeðlilegt framhald af skólastjórastarfinu og því náskylt. Ég er að vísu ekki líkt því eins kunnugur fræðslumálastjórn síra Jakobs og skólastjórn hans. En ég hef fyrir satt, að af jafnheilum luiga hafi hann gengið að báðum, á meðan heilsa og kraftar entust óskert. Þórleifur Bjarna- son segir í formála sínum fyrir Vaxtarvonum síra Jakobs, að hann hafi staðið að ýmsum nýmælum sem fræðslumálastjóri, „kom á námseftirliti samkvæmt ákvæðum fræðslulaganna 1936. Þar var svo ákveðið, að námsstjórn skyldi konrið á, Jregar fé væri veitt til henn- ar á fjárlögum. Þá fjárveitingu fékk séra Jakob hjá Alþingi,“ segir Þórleifur, og liann gat manna gerzt vitað, því að námsstjóri varð hann og hafð'i því samvinnu við síra Jakob. „Hann var í nefnd Jreirri, sem vann að gerð fræðslulaganna 1946, en entist ekki beilsa til Jress að starfa þar til málaloka,“ segir Þórleifur enn fremur. En ýmsu hefði mátt hér við bæta. Þeim er þetta ritar, eru í fersku minni ýmis snjöll útvarpserindi, er síra Jakob flutti á fræðslumálastjórnarárum sínum, svo sem Milljón dra striðið, ógleymanlegt að efni og flutningi. Sunr jreirra kunna að vísu að hafa verið samin áður, en önnur ekki, heldur með- al embættisanna og í samræmi við skyldur þær, sem starfið lagði honum á herðar. Svo var til að mynda um ræður, sem hann hélt stundum á sumardaginn fyrsta og sjálfsagt oftar í hvatningarskyni, þess efnis, að fullorðna fólkið veitti börnum og öðrum lítilmögn- um lið. Aðrar virðast lrafa verið skrifaðar fyrir börn, en eru eigi að síður úrvalslesefni handa fullorðnu fólki. Svo var t. d. um lrásögn, er heitir í seli og birtist í barnalesbók, sígilt verk og hefði sannarlega átt heima í Jressari bók. Annars vantar Jdví rniður ár- og dagsetningu við flestar ræður og ritgerðir síra Jakobs nema þær, sem birzt hafa áður í tímaritum og blöðurn. Tvær af ritsmíðum síra Jakobs frá þessum árum í Vaxtarvonum eru Jró tímasettar: Vesturferðir, sem áður er á minnst, og Tvcer ko?nir, sem ég kem að síðar að gefnu tilefni, en lyrst verður þó að víkja nokkuð að öðru. Á skammri stund skipast veður í lofti, segir máltækið. 10. október 1939 skrifar síra Jakob mér næst og segir jrá meðal annars: „Fréttir eru engar, okkur hjónum viðkomandi, nema þær, að Helga hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.