Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 9
benedikt gröndal 153 Ái'ið 1880°) samdi Gröndal langan ritdóm um Sturlunguútgáfu Guðbrands Vigfússonar, er einkum fjallaði þó um Sturlungufor- mála Guðbrands (Prolegomena) og skoðanir hans á íslenzkum forn- bókmenntum. Árið 1884 birti hann aftur ritdóm um Corpus poetica boreale eða útgáfu þeirra Guðbrandar Vigfússonar og York Pow- ells af Eddukvæðunum og dróttkvæðum. Báðir eru ritdómarnir fjörlega ritaðir og skemmtilegir, en víða var Gröndal á öndverðum meiði við Guðbrand og óhlífinn. í því sambandi skulu hér tilfærð- ar nokkrar athugasemdir úr greininni: „Ég sný mér nú til þeirrar aðalhugmyndar og hugsjónar höfundarins, sem hann ríður eins og Arnór galdramaður reið líkkistunni forðnm. Það er neitun hans á hluttekningu og höfundarskap íslendinga á Eddukvæðunum og fornum skáldskap yfir höfuð. Hann vill unna íslandi að vera sögu- land, en lætur allan skáldskap eða það af honum, sem mest kveður að vera eign Bretlandseyja. — Mörg ern nú orðin lieimkynni Eddu- kviðanna. Norðmenn segja þau fædd í Noregi, N. M. Petersen í Danmörku, Rudbeck í Svíþjóð, Grimm á Þýzkalandi og Guðbrand- ur á Orkneyjum. Hver veit nema einhver komi upp með að þau séu ort í Normandí, og svo enn einn, að þau séu frá Sikiley; þá er sjö- undin komin, „septem urbes certant.“ — Að fara nákvæmlega út í þetta stríð um uppruna Eddu kviðanna, eða hvar þau rnuni í fyrstu ortar vera, er ekki til neins og hefur ekkert upp á sig. — Það eina, senr er áreiðanlegt er, að íslendingar hafa ritað og geymt kviðurnar; vér vitum ekkert til þeirra nema frá íslandi.“ Um Corpus poeticum boreale var Gröndal öllu vægari í aðfinnsl- um, þótt sú útgáfa þætti með gallaðri verkum Guðbrands Vigfússon- ar. Hér er ekki tóm til að víkja nánar að ritdómi Gröndals, en þó skulu tilfærð tvö dæmi um leiðréttingar hans á vísnaskýringum Guð- brands, þar eð þau eru gott dæmi um, hversu hugkvæmur liann oft gat verið og á hinn bóginn hvernig ímyndunaraflið átti til að hlaupa uteð hann í gönur. Fyrra orðasambandið var úr Völuspá: „ Seið hon leikin,“ en svo segir þar um völvuna Heiði. Um þessa ljóðlínu segir Gröndal, að Guðbrandi hafi ekki frernur en öðrum vitrazt skýringin á orðmynd- uini leikin, geti ekkert um hana sagt og sé því þess vegna sleppt í þýðingunni. Að dómi hans er þetta þó einhver hinn líkasti staður og einfaldasti til skilnings. „Leikin“ er samkvæmt skýringum hans „einfalt feminimnnr participi passivi“ af sögninni að leika, og nrerk- 9) Sjá Tímar. Bókm.fél. þ. á. og 1884.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.