Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 28
172 EIMREIÐIN bragðið, getur þó verið töluvert feitara, því að þumlungaþykk fita er stundum á mölum og lær- um tarfanna. Hreinalifur er og mikið góðgæti, og sínu ljúffeng- ari en kinda- eða kálfalifur. Skinnið er lieldur þunnt og hald- lítið til skógerðar, en var hér áð- ur fyrr notað í skóbryddingar og þvengjaskinn og þótti hlý ábreiða í annars köldum bólum. Nú þykja vel verkaðir feldir falleg stofuprýði. Hornin voru áður fyrr góð útflutningsvara og einn- ig notuð heima til smíða, smíð- aðar úr þeim uglur, sem settar voru á reipi, á klifberaklakka, handföng á stafi, úr þeim gerð nálhús, barnadúsur (snuð) og tó- baksdósir og hnífasköft, skutlar og spjót. ,,Kjöt þótti bezt af hreinum, veiddum í ágústmán- uði. Þá voru tarfarnir feitastir og skinnið bezt, segir hinn frægi Iandkönnuður Vilhjálmur Ste- fánsson um hreinaveiðar í Al- aska. Hvernig þessu er varið hér á landi þori ég ekki að fullyrða. — Hreindýrshorn þóttu áður og þykja enn fagurt útskurðarefni og margur hagur Austfirðingur hefur skorið sinn óskadraum í hreindýrshorn. Hreindýrshornin sókpu fyrr á tímum vott af fögr- um íslenzkum heimilisiðnaði, — kannske eiga þau enn eftir að leggja högum höndum til efni í varning, sem aðrar þjóðir girn- ast? — Til gamans má geta þess, að íslenzku villtu hreindýrin eru talin að þriðjungi þroskameiri en hin norsku tönrdu. Svo sem allir, sem barnaskóla- náttúrufræði hafa lesið, vita er eitt af einkennum hreindýra það að kýr fella horn venjulega 5—7 dögum eftir burð (maí—júní) og er meðgöngutími þeirra 240 dag- ar. Taka horn þeirra að vaxa á ný 2—3 dögum eftir fellingu. Tvævetra tarfar fella horn snemma í marz, en þrevetra og eldri miklu fyrr (nóvember — desember), þ. e. a. s. skömmu eft- ir fengitímann. Á ungneytum taka horn að vaxa á ný 10 dögum eftir fellingu, en á gömlum törf- um í marz. Tarfar ,,hreinsa“ fyrst hornin, svo kýr og síðan kálfar. Þ. e. a. s. á meðan horn dýranna eru að vaxa eru þau lin og blóðrík, þakin þunnri húð með stuttu floskenndu hári, svörtu. Húð þessi skorpnar svo og fellur af, þegar hornin eru fullþroska, og nudda dýrin hana oft af á hrís og kræklum, hreinsa hornin. Síðan harðna hornin brátt og hvítna. Sem betur fer er saga íslenzku hreindýranna ekki fyrnt smábrot úr landnámssögu spendýra á fs- landi, heldur varanlegur og lif- andi kapítuli í íslenzkri náttúru- sögu. Fáskrúðari væri vor veröld án þeirra, dýranna, sem búa handan fjallanna, þar sem úti- legumenn leituðu áður einir at- hvarfs. — Og hafa jafnvel stjakað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.