Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 5
benedikt gröndal 149 „í októbermánuði sendi ég kröfu til háskólans um að mega taka „magisterconferenz", og var það einkunr af því að ég vissi að Rafn vildi það og lrann ætlaðist til, að ég skyldi fá mér doktorsnafnbót, því hann hefur haldið, að ég myndi hafa eitthvað gott af því. En ég hugsaði allt öðruvísi, ég kærði nrig í rauninni ekkert um slíkt, því ég nret lítils nafnbætur, senr keyptar eru með peningum og smjaðri, en svo eru einmitt doktorsbæturnar oftast fengnar. — Ég hafði því það ráð, að ég las ekkert undir þetta magisterpróf, en lét mér nægja það, senr ég vissi. Hinn 24. október fékk ég spurninguna til hinnar skriflegu reynslu um forlagatrú á Norðurlöndunr, svo umfangsmikið og flókið efni, senr hugsast gat, þar senr nraður varð að vera gagn- kunnugur öllum fornritum og mörgu fleiru, en það vildi nú svo til, að ég var það.“ I framhaldi af þessu segist Gröndal svo frá: „Nokkru seinna rit- aði ég doktors-dispútazíu“3 og tók mér efni skáld Haraldar hárfagra. Eg sendi ritgerðina til háskólans eða kennaranna, sem höfðu prófað mig og áttu að dæma lrana, en ég fór ekki til þeirra að tala fyrir henni, eins og altítt hefur verið; það veit ég af því að ég hef sjálfur verið viðstaddur, þegar menn hafa komið til prófessora í þeirn er- indum. — Konráði líkaði ritgerðin vel — en Svend Grundtvig, sem var atorkumaður — svipaðri vinnumanni eða púlsmanni í „herrans víngarði" en vísindamanni, hann réði mestu af ráðríki og fylgi og hann hafnaði ritgerðinni, sagði ég hefði ekki nægilega rannsakað skinnbækurnar og var það hálf neyðarleg viðbára. Hitt mun hafa verið, að ég var ekki inn undir hjá „patriotunum“, eins og ég hef drepið á og fer ég ekki frekar út í það, en til þess að geta komizt áfram, verður maður að vera eins og einn af þeim, og það gat ég aldrei né reyndi. Ég fékk ritgerðina aftur, og tók ekki mjög nærri mér; ég stóð jafnréttur eftir, jafnlærður eða ólærður.“ Arið 1864 kom aðalverk Gröndals á sviði norrænnna fræða, orða- bókin Clavis poetica antiquae linguae septemtrionalis. Verkið var grundvallað á orðabók föður hans, Lexicon poeticum, en í Clavis poética var öllu snúið við, þ. e. öllum samheitum og samkenningum skipað undir eitt uppsláttarorð latneskt. Þar var liægt að finna mis- munandi heiti og kenningar á þeim hlutum, dauðum og lifandi, sem 3) Því skyldi ég ekki hafa getað fengið doktorstitil fyrir Clavis poética eins og Kálund fyrir eitt hefti af íslandslýsingunni? En punkturinn var, að ég kærði mig í rauninni ekkert um slíka titla, Rafn vildi endilega, að ég fengi mér þetta, og þess vegna var ég að þessu brutli, sem ekkert hafði gagnað mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.