Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 5
benedikt gröndal
149
„í októbermánuði sendi ég kröfu til háskólans um að mega taka
„magisterconferenz", og var það einkunr af því að ég vissi að Rafn
vildi það og lrann ætlaðist til, að ég skyldi fá mér doktorsnafnbót,
því hann hefur haldið, að ég myndi hafa eitthvað gott af því. En ég
hugsaði allt öðruvísi, ég kærði nrig í rauninni ekkert um slíkt, því
ég nret lítils nafnbætur, senr keyptar eru með peningum og smjaðri,
en svo eru einmitt doktorsbæturnar oftast fengnar. — Ég hafði því
það ráð, að ég las ekkert undir þetta magisterpróf, en lét mér nægja
það, senr ég vissi. Hinn 24. október fékk ég spurninguna til hinnar
skriflegu reynslu um forlagatrú á Norðurlöndunr, svo umfangsmikið
og flókið efni, senr hugsast gat, þar senr nraður varð að vera gagn-
kunnugur öllum fornritum og mörgu fleiru, en það vildi nú svo til,
að ég var það.“
I framhaldi af þessu segist Gröndal svo frá: „Nokkru seinna rit-
aði ég doktors-dispútazíu“3 og tók mér efni skáld Haraldar hárfagra.
Eg sendi ritgerðina til háskólans eða kennaranna, sem höfðu prófað
mig og áttu að dæma lrana, en ég fór ekki til þeirra að tala fyrir
henni, eins og altítt hefur verið; það veit ég af því að ég hef sjálfur
verið viðstaddur, þegar menn hafa komið til prófessora í þeirn er-
indum. — Konráði líkaði ritgerðin vel — en Svend Grundtvig, sem
var atorkumaður — svipaðri vinnumanni eða púlsmanni í „herrans
víngarði" en vísindamanni, hann réði mestu af ráðríki og fylgi og
hann hafnaði ritgerðinni, sagði ég hefði ekki nægilega rannsakað
skinnbækurnar og var það hálf neyðarleg viðbára. Hitt mun hafa
verið, að ég var ekki inn undir hjá „patriotunum“, eins og ég hef
drepið á og fer ég ekki frekar út í það, en til þess að geta komizt
áfram, verður maður að vera eins og einn af þeim, og það gat ég
aldrei né reyndi. Ég fékk ritgerðina aftur, og tók ekki mjög nærri
mér; ég stóð jafnréttur eftir, jafnlærður eða ólærður.“
Arið 1864 kom aðalverk Gröndals á sviði norrænnna fræða, orða-
bókin Clavis poetica antiquae linguae septemtrionalis. Verkið var
grundvallað á orðabók föður hans, Lexicon poeticum, en í Clavis
poética var öllu snúið við, þ. e. öllum samheitum og samkenningum
skipað undir eitt uppsláttarorð latneskt. Þar var liægt að finna mis-
munandi heiti og kenningar á þeim hlutum, dauðum og lifandi, sem
3) Því skyldi ég ekki hafa getað fengið doktorstitil fyrir Clavis poética eins og
Kálund fyrir eitt hefti af íslandslýsingunni? En punkturinn var, að ég
kærði mig í rauninni ekkert um slíka titla, Rafn vildi endilega, að ég fengi
mér þetta, og þess vegna var ég að þessu brutli, sem ekkert hafði gagnað mér.