Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 48
192 EIMREIÐIN grein: „Við að kynnast þeim komst ég að svipaðri niðurstöðu og fleiri, sem vestur liafa farið: að hvergi í heiminum sé íslandi unnað jafnheitt og meðal fslendinga í Ameríku.“ Einnig þetta mun hafa átt við hann sjálfan. Þar með er ekki sagt, að ættjarðarást hans sjálfs hafi kulnað við að koma heim, síður en svo. Hvergi kemur þó skilningur síra Jakobs á ævi og örlögum Vestur- íslendinga skýrar frarn en í ræðu, er hann flutti „á fyrsta Vest- mannadeginum á Þingvöllum," og nefndist Vesturfarir, var síðan prentuð í Tímanum 27. júlí 1939 og nú loks í Vaxtarvonum, þar sem liann dregur snilldarlega fram líkinguna með sögu Bjarnar Breið- víkingakappa, er varð að fara úr landi fyrir ofríki Snorra goða og ást á systur lians, Þuríði húsfreyju að Fróðá, en munnmælin herma, að Björn hafi hrakizt til Vínlands, og komizt þar til valda og veitt lid hrakningsmönnum frá fslandi, þá orðinn hvítur fyrir hærum, og sent með þeim Þuríði húsfreyju gullhring að gjöf, en Kjartani syni hennar sverð: Ég endurtek: þar dregur liann frarn líkingu með sögu Bjarnar frá Breiðuvík og Stephans G. Stephanssonar, er verður síra Jakob ímynd hrausta vesturfarans hálfri tíundu öld síðar. Orðrétt kemst Jakob svo að orði hér um: „Saga Bjarnar Breiðvíkingakappa er skuggsjá staðreynda, er endurtekizt hafa aftur og aftur í sögu vesturfara síðastliðinnar aldar, unz varla er unnt að kornast hjá að gefa þessu gaum. Saga Bjarnar og vestur-islenzka kappans eru í meg- inatriðum eins. Báðum er hérlendis meinað að njóta þess, sem þeiin er hugstæðast og þeir þrá. Báðum er beint eða óbeint stjakað úr landi. Báðir komast til valda vestan liafs. Báðir ertt bjargvættir ís- lenzkra hrakningsmanna. Báðir gleymast langa hríð. Og báðir senda gjafir heim að lokum. Eftir að Björn kveður ísland að fullu og öllu, heyrist ekkert frá honurn um tugi ára. Hann gleymist húsfreyjunni að Fróðá og nán- ustu ættingjum. En jregar minnst varir, sendir hann gull og gersern- ar heim til íslands. — Þetta er nákvæmlega saga okkar og Vestur-ís- lendinga. Höfum við ekki gleymt þeim um tugi ára? Höfum við ekki látið sem skip þeirra liafi týnzt í hafi? Og þó hafa þeir sent okkur gull og gersemar heim: Fjallkonunni og sonum hennar sverð; sverð til að brjóta góðum málum braut og hindranir niður, gull ljóða og listar öldum og óbornum til ríkidóms og sálubóta.“ Vonandi dylst engum, er þetta les, hvers vegna ég hef staðnæmzt um stund við það efni í bók síra Jakobs, er fjallar um Vestur-íslend- inga, ættjarðarást þeirra, heimþrá og órofa tryggð, gjafir og ger-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.