Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 48

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 48
192 EIMREIÐIN grein: „Við að kynnast þeim komst ég að svipaðri niðurstöðu og fleiri, sem vestur liafa farið: að hvergi í heiminum sé íslandi unnað jafnheitt og meðal fslendinga í Ameríku.“ Einnig þetta mun hafa átt við hann sjálfan. Þar með er ekki sagt, að ættjarðarást hans sjálfs hafi kulnað við að koma heim, síður en svo. Hvergi kemur þó skilningur síra Jakobs á ævi og örlögum Vestur- íslendinga skýrar frarn en í ræðu, er hann flutti „á fyrsta Vest- mannadeginum á Þingvöllum," og nefndist Vesturfarir, var síðan prentuð í Tímanum 27. júlí 1939 og nú loks í Vaxtarvonum, þar sem liann dregur snilldarlega fram líkinguna með sögu Bjarnar Breið- víkingakappa, er varð að fara úr landi fyrir ofríki Snorra goða og ást á systur lians, Þuríði húsfreyju að Fróðá, en munnmælin herma, að Björn hafi hrakizt til Vínlands, og komizt þar til valda og veitt lid hrakningsmönnum frá fslandi, þá orðinn hvítur fyrir hærum, og sent með þeim Þuríði húsfreyju gullhring að gjöf, en Kjartani syni hennar sverð: Ég endurtek: þar dregur liann frarn líkingu með sögu Bjarnar frá Breiðuvík og Stephans G. Stephanssonar, er verður síra Jakob ímynd hrausta vesturfarans hálfri tíundu öld síðar. Orðrétt kemst Jakob svo að orði hér um: „Saga Bjarnar Breiðvíkingakappa er skuggsjá staðreynda, er endurtekizt hafa aftur og aftur í sögu vesturfara síðastliðinnar aldar, unz varla er unnt að kornast hjá að gefa þessu gaum. Saga Bjarnar og vestur-islenzka kappans eru í meg- inatriðum eins. Báðum er hérlendis meinað að njóta þess, sem þeiin er hugstæðast og þeir þrá. Báðum er beint eða óbeint stjakað úr landi. Báðir komast til valda vestan liafs. Báðir ertt bjargvættir ís- lenzkra hrakningsmanna. Báðir gleymast langa hríð. Og báðir senda gjafir heim að lokum. Eftir að Björn kveður ísland að fullu og öllu, heyrist ekkert frá honurn um tugi ára. Hann gleymist húsfreyjunni að Fróðá og nán- ustu ættingjum. En jregar minnst varir, sendir hann gull og gersern- ar heim til íslands. — Þetta er nákvæmlega saga okkar og Vestur-ís- lendinga. Höfum við ekki gleymt þeim um tugi ára? Höfum við ekki látið sem skip þeirra liafi týnzt í hafi? Og þó hafa þeir sent okkur gull og gersemar heim: Fjallkonunni og sonum hennar sverð; sverð til að brjóta góðum málum braut og hindranir niður, gull ljóða og listar öldum og óbornum til ríkidóms og sálubóta.“ Vonandi dylst engum, er þetta les, hvers vegna ég hef staðnæmzt um stund við það efni í bók síra Jakobs, er fjallar um Vestur-íslend- inga, ættjarðarást þeirra, heimþrá og órofa tryggð, gjafir og ger-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.