Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 9

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 9
benedikt gröndal 153 Ái'ið 1880°) samdi Gröndal langan ritdóm um Sturlunguútgáfu Guðbrands Vigfússonar, er einkum fjallaði þó um Sturlungufor- mála Guðbrands (Prolegomena) og skoðanir hans á íslenzkum forn- bókmenntum. Árið 1884 birti hann aftur ritdóm um Corpus poetica boreale eða útgáfu þeirra Guðbrandar Vigfússonar og York Pow- ells af Eddukvæðunum og dróttkvæðum. Báðir eru ritdómarnir fjörlega ritaðir og skemmtilegir, en víða var Gröndal á öndverðum meiði við Guðbrand og óhlífinn. í því sambandi skulu hér tilfærð- ar nokkrar athugasemdir úr greininni: „Ég sný mér nú til þeirrar aðalhugmyndar og hugsjónar höfundarins, sem hann ríður eins og Arnór galdramaður reið líkkistunni forðnm. Það er neitun hans á hluttekningu og höfundarskap íslendinga á Eddukvæðunum og fornum skáldskap yfir höfuð. Hann vill unna íslandi að vera sögu- land, en lætur allan skáldskap eða það af honum, sem mest kveður að vera eign Bretlandseyja. — Mörg ern nú orðin lieimkynni Eddu- kviðanna. Norðmenn segja þau fædd í Noregi, N. M. Petersen í Danmörku, Rudbeck í Svíþjóð, Grimm á Þýzkalandi og Guðbrand- ur á Orkneyjum. Hver veit nema einhver komi upp með að þau séu ort í Normandí, og svo enn einn, að þau séu frá Sikiley; þá er sjö- undin komin, „septem urbes certant.“ — Að fara nákvæmlega út í þetta stríð um uppruna Eddu kviðanna, eða hvar þau rnuni í fyrstu ortar vera, er ekki til neins og hefur ekkert upp á sig. — Það eina, senr er áreiðanlegt er, að íslendingar hafa ritað og geymt kviðurnar; vér vitum ekkert til þeirra nema frá íslandi.“ Um Corpus poeticum boreale var Gröndal öllu vægari í aðfinnsl- um, þótt sú útgáfa þætti með gallaðri verkum Guðbrands Vigfússon- ar. Hér er ekki tóm til að víkja nánar að ritdómi Gröndals, en þó skulu tilfærð tvö dæmi um leiðréttingar hans á vísnaskýringum Guð- brands, þar eð þau eru gott dæmi um, hversu hugkvæmur liann oft gat verið og á hinn bóginn hvernig ímyndunaraflið átti til að hlaupa uteð hann í gönur. Fyrra orðasambandið var úr Völuspá: „ Seið hon leikin,“ en svo segir þar um völvuna Heiði. Um þessa ljóðlínu segir Gröndal, að Guðbrandi hafi ekki frernur en öðrum vitrazt skýringin á orðmynd- uini leikin, geti ekkert um hana sagt og sé því þess vegna sleppt í þýðingunni. Að dómi hans er þetta þó einhver hinn líkasti staður og einfaldasti til skilnings. „Leikin“ er samkvæmt skýringum hans „einfalt feminimnnr participi passivi“ af sögninni að leika, og nrerk- 9) Sjá Tímar. Bókm.fél. þ. á. og 1884.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.