Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 1

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 1
6. árg Timamót. Ný gagngerð stjórnmálastefna. Jafnvel þótt • Ægir láti sig ekki skifta stjórnmál yfir köfuð og allra síst flokks- streitumál fyrir utan sina atvinnugrein þá skal hjer samt með fám orðum drepið á ástand og horfur eins og þær eru nú á þessurn merkilegu tímamótum, og jafnframt bent á hvert stefna skuli í aðaldráttum. Um miðja síðustu öld sást hin fyrsta verulega dagsbrún á lofti eftir miðaldar- myrkrið á voru landi. Þá hefst fyrir al- vöru hjá okkur hin svokallaða rómantiska stefna, sem um þær mundir var að syngja á síðustu nótunum í nágrannalöndunum. það er sú stefna sem rótar upp í fornum fræðum og reynir að vekja menn af dvala með söng um forna frægð. Þessi morgun- stund er um leið tími skáldanna og þjóð- in yrkir þá öll um fornöld sína og fram- tíðarhorfur. Inn í slíkan söng blandast oft geysilegur barlómur um núverandi eymdarástand borið saman við hina fræg- ari tíma og svo á hinn bóginn bjartsýnar loftkastala-hugmyndir sem gefa rangar hug- myndir um framtíðina, ekki af því að þær sjeu of bjartar í sjálfu sjer, lieldur af því, að þær eru utan við sjálfan veruleikann og slitnar úr öliu rjettu sambandi við sinn líma. En nú eru seinustu hanarnir að gala hjá okkur því að nú erum við búnir að nuada stýrur úr augurn, sólin er kominn Nr. 3. upp og við erum að byrja að sjá hlutina í sínu rjetta Ijósi. Nú höstum við á alla okkar fjölmörgu smáskældinga sem eru að hnoða í rím raunarollum sínum og öðru þunnmeti og gefa út bækur »með mynd höfundarins« — og við biðjum þá að gjöra heldur eitthvað þarfara en að fylla loftið af slíku gauli. Við gjöldum hjer eftir engum skáldalaun fyrir það heldur, að hefja okkur lengra upp i geim tómra hug- mynda því að nú erum við einmitt að leita að jörðinni aftur og föstum grund- velli. Meðvitund þjóðarinnar er nú að skýrast í óða önn og svo er fyrir þakkandi að tímarnir sjálfir lijálpa ósleitilega til að gjöra mótin sem skörpust. A sviði hinna stærri stjórnmála, sambandsmálsins svokall- aða, hefðum við áreiðanlega getað vaðið í villunni nokkur árin enn, ef ekki hefði bundist hinn æskilegasti endir á allar vífi- lengjurnar alt í einu. — Við vorum búnir að hafa svo feiknamikið fyrir því að koma okkur saman um að tala út og ætla okkur rjett siðaðra manna. Við vorum búnir að ausa út í loftið margra miljóna virði í ó- frjósömum ræðum og ritum og skaðleguin árásum hverjir á aðra. Við vorum búnir að skjóla öllu olckar lausa púðri á Dani og skamma þá fyrir illa meðferð á skyn- lausum skepnum þessa lands. En að hætta að láta eins og skepnur, hætta að víla og vola og biðjast vægðar hvar og í hvívetna, það er okkui fyrst að koma til hugar nú. Til munu þeir hafa verið sem óskuðu ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS . (1 Reykjavik. Mars 1913.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.