Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 4
28 ÆGIR nokkru öðru á meðan við eigum ekki at- kvæði um þessi aðalmál, þýðir ekki neitt. En menn skulu sanna að tímamótin eru nú þegar komin og ekkert af þessu mun ganga eins illa eins og út kann að líta fyrir sumum. Marga mun að sjálf- sögðu langa til að rísa upp og prjedika »varkárni« og vekja tortryggni á hinum nýju straumum, en hitt mun þó verða oían á, að allt megin landsmanna vill heldur missa nokkur horn og klaufir en að verða hungurmorða af »varkárni«. Og raunin mun verða sú að það verður gaman að lifa þessi 18 ár sem eftir eru af tímabil- inu þangað til íslenska rikið er 1000 ára gamalt, því að við höfum litlu að tapa en flest að vinna og vex að sjálfsögðu hugur við hvern sigur. — En liinu verðum við að muna eftir, að þótt sigurinn sje góður þá eru óhöppin þó enn hollari, því að þau koma aldrei að ástæðulausu. Sigur er silfur en óhappið er gull þegar maður hefur lærl hvernig í því liggur. Nú eigum við ómengaðan gullforða frá 700 árum til þess að byrja með og enginn efi er á því að við verðum fyrir einhverj- um svo mátulegum skakkaföllum í byrjun komandi tímabils að við getum ritað á skjöld okkar hinn djúpvitra íslenska máls- hátt: Fali er fararheill! jj Samgöngumálið 0g stofnun íslensks gufuskipafjelags. ii. Þar var komið sögunni í síðasta blaði, er Thor Jensen kaupmaður gat þess á síð- ari samgöngamálafundi Stúdentafjelagsinsað nokkrir menn hjer í bænum hefðu verið að íhuga stofnun íslensks eimskipafjelags. Síðan hefir það gerst í málinu að gerð hefir verið heyrinkunn áskorun sú er hjer fer á eftir ásamt áætlun um tekjur og gjöld fyrirhugaðs »Eimskipafjelags íslands«. Sá sem fyrstur fór að hreifa þessu máli fyrir alvöru og færa það í tali við menn er Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður enda vita kunnugir að hann hefur um mjög langan tíma haft á því mikinn áhuga að landið gæti sjálft náð undir sig sigl- ingum sínum. Auðvitað hefði nú minna orðið úr öllu saman ef hann hefði ekki hitt á ágæta menn til þess að færa þetta í tal við, en það voru kaupmennirnir L. Kaaber, Thor Jensen og Garðar Gíslason, Eggert Claessen yfirdómslögmaður og Jón Þorláksson landsverkfræðingur o. fl. Kvöddu þessir menn sjer ýmsa fleiri menn til viðtals smátt og smátt; fundir voru haldnir og áætlun fyrirtækisins rökrædd frá öllum hliðum. Kostnaðaráætlun höfðu forgangsmennirnir fengið frá mjög áreiðan- legum heimildum bj'gða á margra ára reynslu í siglingum hjer við land og gat hún því ekki orðið að ágreiningsatriði. Um tekjur hins fyrirhugaða tjelags var auðvitað talað öllu meira fram og aftur, með því að þær fara líka einkum eftir því hvernig fjelaginu er stiórnað, enda duldist það engum, að það var þeim megin sem þarf að »leggja sverðið á metin«. Tekj- urnar kosta okkur auðvitað bai'áttu sem verður því að eins tvísýn að við þurfum líka að berjast við okkar eigin landa, en annai’s verður lnin ljett og tekjurnar vissar. Þegar búið var að leggja smiðshöggið á þessa áætlun var öllum þingmönnum og blaðamönnum sem náð var til, boðið á fund í gildaskálanum á »Hótel Reykjavík« og fyrirtækið rætt fram og aftur, fyrir- spurnir gerðar og fyrirspurnum svarað, er flestar snertu að sjálfsögðu áætlunina. Lauk þeim fundi með því að samþykt var í einu hljóði tillaga um að æskilegt væri að þess- ari fjelagsstofnun yrði í framkvæmd komið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.