Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 2
26 ÆGIR einskis annars fremur, er ráðherra fór utan í liaust, en að hann kæmi aftur frá Dansk- inum, með dálítið skarpar undirtektir, sem tækju af skarið. Og þetta rættist mjög vel, nefnilega i tveimur aðalmálunum, sam- bandsmálinu og gufuskipamálinu. þannig eiga Danir að gjöra. Þeir eiga að fara eins og þeir komast og draga ekki dul á það. Því að eins getum við mætt þeim eins og menn. Þeir eiga ekki að að lála undan tómum hrekum og barlómi »hetlaranna«. Á meðan þeir skoða okkur sem ágenga þurfalinga, eiga þeir að vera strangir, það höfum við líka best af sjálíir, því að við eigum að læra að bjarga okkur einir án þess að sækjast eftir þeirra íhlut- un. Danir eru í rauninni svo meinlausir hversdagslega, að undir þeirra væng gætum við þroskast langtimum saman í aumingja- skap og allri vesöld. — Því sje þeim heið- ur er þeir hætta að ota verndarvængnum og vel sje þá líka Hannesi Hafstein að hann beiddist ekki miskunar um of. Það er litlum vafa undirorpið, að ef Danir hefðu náð að koma fram á okkur úrslitasamningum, þá hefðu þeir orðið okkur því ólánlegri sem við hefðum gjörst ánægðari með þá. Sannleikurinn er sá þótt leiður sje, að eins og sakir stóðu þeg- ar það mál stóð sem hæst, þá vantaði okkur allan þann herslumun — allan þann úrslitahug og dug til þess að eiga skilið að fá nokkur endanleg úrslit af nokkru tagi. Og hjer er sönnunin degi ljósari: Við fengum sjermálastjórnarskrá fyrir 40 árum. Við fengum leyfi til þess að eiga það sem landið gefur af sjer og ráðstafa því eftir vild. Þetla liöfum við svikist nm og svikist þó ekki því að vit okkar og hagsýni náði ekki lengra en svo að við sáum það eitt, að það þurfti að sjálfsögðu að gjöra þjóð- ina dálítið mentaðri, að það þurfti að bæta vegi og innanlands samgöngur og að það þurfti að efla atvinnuvegina. Það liljómar allt vel og fallega, enda hefur þessi stjórn- málastefna verið rekin af því viti sem til var, svo að nú framleiðir landið margfalt á við það sem það gjörði fyrir 40 árum. — En eiuhvern vegin kom það upp á teninginn að okkur hjelst hálfilla á skild- ingnum sem þessi aukning gaf af sjer, skuldlaus þjóðareign óx ekki baun. Við höíðum gripið gæsina en gleymdum bara að láta hana inn svo að liún flaug ein- lægt þangað sem hún var koinin frá. Við liöfðum heimt fjenað okkar úr leigu en átt- um ekkert hús eða áheldi fyrir hann svo að liann strauk einlægt þangað sem hann var hagvanur. Við eignuðumst skilding við og við en það var bara ekkert við hann að gjöra á þessu landi svo að hann varð að hverfa þangað sem hann var kom- inn. Við höfðum heldur ekkert við pen- ingana að gjöra til viðskifta, því að við skiftumst á vörum eins og skrælingjar. En þó píndumst við til þess að framleiða einlægt meira og meira og þegar afurðir landsins voru orðnar svo miklar að þær gátu alið svo sem tvöfalt stærri þjóð á sældarkosti, þá voru margir farnir að komast að þeirri niðurstöðu að það væri eiginlega alveg ólifandi á þessu landi. Efna- liagurinn færi síversnandi og við værum gjaldþrola hvenær sem lánardrottnarnir gengju að olckur. En hvernig á það líka að fara á meðan við höfum ekki okkar minsta fingur með í okkar eigin viðskiftastjórn, á meðan við gefum öðrum alla meðferð afurða landsins án þess að hafa þar með svo mikið sem eitt atkvæði, á meðan aðrir taka allt sem landið gefur af sjer og flytja það þangað sem þeim sýnist — meðan aðrir selja það þar sem þeim sýnist og gjalda okkur það sem þeim gott þykir — meðan aðrir færa okkur heim nauðsynjarnar þaðan sem þeim

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.