Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 9
ÆGIR 33 Eins og sjest af framanrituðu, teljum vjer að til pess að kaupa tvö skip þurii 385 þús. kr. hlutafje, en 230 þús. kr., ef aðeins er byrjað með einu skipi. Með þvi nú að vjer álítum æski- legra að hin hærri upphæðin fengist, þá skorum vjer á íslendinga, að kaupa hluti i hinu fyrirhugaða hlutafjelagi fyrir 385,000 króunr. Pótt upphæðin sje há eftir íslenskum mælikvarða, þá efumst vjer ekki um að mögu- legt sje að safna henni, ef hugur fylgir máli og allir leggjast á eitt til að hrinda i lag þessu aðalvelferðarmáli landsins. Vjer gerum ráð íyrir því að það sje nú öllum landslýð ljóst, live geysimikla þýðingu þetta málefni hefur fyrir landið í heild sinni og einstaklingana, sem landið byggja. Pví verða allir, sem vetlingi valda, að leggja hjer sinn skerf til. Kaupmaðurinn, bóndinn, embættismaðurinn, sjómaðurinn, útgerðarmaðurinn, kaupamaðurinn, daglaunamaður- inn, iðnaðarmaðurinn, verslunaðurinn, allir, jafnt konur sem karlar — allir íslendingar verða að leggjast hjer á eitt til að koma á fót fyrirtækinu og slyðja það í uppvextinum. Vjer höfum ákveðið, að stærð hlutanna skuli vera 25 króna, 50 króna, 100 króna, 500 króna, 1000 króna og 5000 króna hlutir. Minstu hlutina setjum vjer kr. 25,00, til þess að gera mögulega sem víð- lækasta hluttöku. Væntum vjer þess, að það fæli eigi þá, sem treysta sjer til að leggja riflega til fyrirtækisins, frá þvi að laka hluti fyrir stærri upphæðir. Við áskrift greiðist 25°/o af ritaðri hlutaupphæð, sem endurgreiðist, ef ekkert verður úr fjelaginu. Hin 75°/o greiðast, er sljórn fjelagsins krefst þess. Regar hlutafjárundirskriftum er lokið, sem skal vcra í siðasla lagi fgrir 1. júlí p. á., verður stofnfundur haldinn og þá samþykt lög fjelagsins og kosin stjórn. Rangað til mynda eftirtaldir menn bráðabyrgðastjórn: • Eggeri Claessen, Jón Björnsson, gfirrjellarmála/lulningsmaður. kaupmaður. Jón Porláksson, Ólajur G. Eyjóljsson, landsverkfrœðingur. kaupmaður. Thor Jensen, kaupmaður. Því að eins getur tiJraun þessi borið giftusamlegan árangur, að mönnum skiljist, að hjer cr um pjóðarfgrirtœki að ræða. Á blómaöld íslands voru íslendingar siglingaþjóð mikil. Forfeður vorir sigldu þá sinum eigin skipum til annara landa. fegar niðurlæging landsins byrjaði, lögðust cinnig niður siglingar forfeðra vorra. Það var einn þátturinn í þjóðarhnignuninni. Nú erum vjer að reisa oss við. Það hefur dregist alt of lengi i viðreisnarbaráttunni að vjer eignuðumst skip til að ílytja varn- ing vorn frá landinu og varning annara inn í landið. Pað atriði liefur staðið oss meir fyrir þrifum en margan uggir. Tökum nú liöndum sam- an og látum þetta eigi dragast lengur. Látum þegar á næsla ári rætasl það, sem áður var, er »skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim«. íslendingar! — í fullu trausti til fulltingis þings og þjóðar í þessu velferðarmáli, bjóð- um vjer yður hjcr mcð að skrifa yður fyrir hlutum í hlutafjelaginu: EimisUipaf jolag- íslands. Síðar verður birt hverjir taki við hlutaáskriftum og innborguðu hlutafje. Reykjavik, i mars 1913. Árni Eiríksson, kaupm. Ásgcir G. Gunnlaugss., kaupm. Ben. S. Rórarinss. kaupm. D. Bernhöft, bakari. J. Bjerg, kaupm. Bj. Guðmundsson, kauþm. Carl Sæmundsen, kaupm. Davið Ólafss, bakari. Eggert Claessen, yfirrjettarmálaflm. Einar Árnason, kaupm. Friðrik Jónsson, kaupm. Garðar Gislason, lcaupm. Gísli Finnsson, járnsm. Guðm. Böðvarsson, kaupm. G. Eiríksson, kaupm. Jón Gunnarsson, samábgrgðarsljóri. Sveinn Björnsson, gfirdómslögmaður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.