Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 11
ÆGIR 35 menningur styður og pað eru auðvitað bestu og þarflegustu fyrirtækin. Og mér er spurn. Hvað eiga menn frekar að gjöra við peninga sína heldur en einmitt að slá sér saman um viss fyrirtæki til þess að leggja þá i — fyrirtæki sem er á þjóðarinnar sjálfrar valdi að gjöra stáltrygg. — Og hver á spilla þessu fyrir okkur? Hver á að vera fær um að vekja tortryggni á meðal okkar og spilla þvi sem svo margir og góðir menn hafa slegið sér saman um að koma af stað? Hver á að eyða því máli sem forgöngumönnunum þykir svo vænt um, að þeir hafa snögglega gleymt öllum flokkakrit og pólitik til þess að vinna að þessu í eindrægni? — Eg sé engan möguleika til þess, lof sé hamingjunni. Hitt er stórum mun liklegra að þjóðin verði svo fegin þegar hún sér friðinn og samvinnuna skjóla frjóöngum þar sem hún hafði síst búist við, að margir keppist um að fá að láta jafnvel sinn siðasta eyrir til þess að gela verið með i þessu fyrirtæki. — Sumir segja máske: Tuttugu og fimm króna hlutur! Hvað er það í annað eins stórfyrirtæki! — En þá skal því svarað um hæl, að einn tuttugu og fimm króna hlutur getur í mörgum tilfellum orðið enn þá inerki- legri og ávaxtadrýgri í sögu félagsins en þús- und króna hluturinn. — Pvi að það liggur líka annað stærra og meira á bak við þessa félags- stofnun en það eitt að safna saman fé til þess að græða á þvi. Rað liggja á bak víð hana mikilsverð tímamót í sögu landsins sem tnenn brátt munu komast að raun um. Sá timi fram- kvæmdar og framfara sem við höfum verið að yrkja um nú um langt skeið er að fara i hönd og það ríður á þvi að allir landsmenn læri nú að vinna saman i eindrægni að áþreifanlegu starfi hver eftir sínum efnum og ástæðum og það er því minna um vert hvað einn er fær um að leggja til í peningum, heldur en hitt livað góður og staðfastur hugur fylgir tillaginu. Pað hafa komið fram raddir um það að varasamt væri að gjöra hluttöku í þessu félagi mjög almenna, því að ef því hlekktist eitthvað á í byrjun svo að menn töpuðu lilutum sinum sinum eða parli af þeim, þá verði menn svo firtir að ckki verði að hugsa til að fá menn til að reyna aftur á þessari öld. En pað skal vera hœgt sarnt. Fyr skal landið og allir landsmenn vcrða gjaldþrota, en við gefumst upp við þetta úr því að einusinni cr á því byrjað. Það er ekki eflir neinu að bíða. Við verðum ekki gáfaðri en við erum nú, en reyndari getum við orðið og það þvi að cins að við Iátum ekki undan ncinum smáóhöpp- um, jafnvel þótt okkur kunni að sýnast þau stór. Við vitum sem sé nú orðið alveg upp á hár hvað það kostar að sigla hér til og frá og við vitum að það stendur i okkar valdi ekki einungis að standa straum af því, heldur lika að græða á slíku fyrirtæki — og hvi ættum við þá að láta undan einu eða svo óhappi. Nei, því fer svo fjærri að við gjörurn það, að við bjóðum þvert á móli öll óhöpp velkomin sem við höfum ekki vit á að sjá fyrir og við skrif- um þau óhikað hjá okkur tekjumegin. Annars skulu þið vita það landar góðir, að það er búið að mála svo marga djöfla upp á vegginn síðan þelta mál kom fvrst til umræðu i haust að flcsta mun nú vera farið að fýsa að vita vissu sína um það hverjir þeirra eru til og hverjir ekki. Að öllum likindum verða þeir þó færri en flesta hefur grunað. En það er ekki nema golt að búast við þvi versta. Einn veigamesti agnúinn ef sannur skyldi rcynast er sá að landsmenn muni reynast stirð- ir að taka hluti og leggja fé fram til fyrirtæk- isins. Pó er ekki víst að félagið sé dauðadæmt fyrir það. — Ef við færum fram á það, mundu Vestur-íslendingar hlaupa undir bagga og kaupa hluti, þvi að það er þegar sannfrétt að þeir bera mikinn hug til þess að við náum sam- bandi við umheiminn sem við eigum sjálfir og svo mikill var sá hugur að þeir voru í vetur komnir á fremsta hlunn með að skjóta saman i 250 þús. króna hafskip handa okkur þegar þeir fréltu um framtakshug okkar hér heima. Nú vita þeir það máske betur en við nokkurn- tíma, hvað margfalt dýrmætara það er að kom- ast áfram af eigin rammleik heldur en að verða að Þ'gíii3 gjafir, svo að þeir munu nú sjá hverju fram vindur með áhugann hjá okkur. — En það verður ekki með sögum sagt hvað hún verkaði uppörvandi á okkur þessi frétt þegar við fengum hana, að albræður okkar vestan hafs hefðu svo milcinn hug á að hjálpa okkur. Við höfum að visu oft þegið hjálp frá útlöndum þegar í verulegar raunir hefur rekið, an altaf ineð þungum móð, því að við getum ekki endurgoldið óskyldum þjóðum i neinu verulegu sem þeim finst verð í. Öðru máli er að gegna með Veslur-íslendinga. Við getum ekki annað en látið okkur vaxa hug við hjálp- fýsi þeirra, þvi að hún er bygð á bræðraband- inu og engu öðru og við þurfum ekki að heyra nema eitt hlýtt orö sem við vitum að talað er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.