Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 6
30 ÆGIR eru íslenskum staðháttum og islensku viðskiftalífl og eiga pvi erfitt með að fullnægja viðskifta- kröfum vorum. — Og fleira mætti telja. At pessum ástæðum fer pví fjarri að petta lífsskilyrði viðskiftalífsins á landi voru, skipa- fcrðirnar, sjeu í pvi horfi sem pær ættu aö vera og gætu verið. Vjer erum eindregið peirrar skoðunar, að fyr komist petta eigi í lag cn skipaferðirnar sjeu komnar í hendur íslendinga sjálfra, orðnar innlendar að öllu leyti. Pá ráðum vjer sjálíir hvert skip vor sigla. Pá látum vjer pau sigla til peirra landa, sem bjóða oss best kjör á hverri vörutegund og gefa oss best fyrir afurðir vorar, og ekki annað. Pá skipuin vjer skipin íslend- ingum, sem tala vora eigin tungu. Pá eigum vjer liægt með að ná rjetti vorum, ef traðkað er, fyrir innlendum dómstólum. Pá verður ferðunuin stjórnað af innlendum mönnum, scm pekkja landshagi og parfir viðsldltalífs vors. Pá liöfum vjer fengið tryggingu gegn óeðlilegri hækkun ílutningsgjalda og fargjalda vegna vöntunar á samkepni, pá, og fyr ekki — og par með stigið slórt og mjög parflegt spor í áttina til efnalegs sjálfstæðis. Síðan á siðasta sumri og oft áður lial'a margir af oss hugsað talsvert um pað mál, hvorl eigi væri tillækilegt að slofna hjer innlent gufuskipaijelag. Vjer höfum allað oss ýmsra upplýs- inga, scm nauðsynlegar eru í máli pessu, rætt pað itarlega vor á milli, og erum nú komnir að peirri niðurstöðu, að gera tilraun til pess að koma á fót slíku fyrirtæki. Að ráðast i fyrirtækið svo stórt, að vjer getum nú pegar tekið að oss allar samgöngur við útlönd, pað keruur eigi til mála. Til pess brestur okkur efni, reynslu o. fl. Strandferðirnar treystum vjer oss heldur eigi til að taka i byrjun. Vjer höfum pví ákveöið að reyna að stofna fjelag með tveim nýbygðum skipum. Annað stærra og hraðskreiðara, en liitt með likri stærð og gerð og með að minsta kosti eins miklum hraða og bestu skipin, er nú ganga hjer við land (Bolnia og Sterling). Bæði hafi pau kælirúm, og annað farpegarúm fyrir h. u. b. 45 farpega á fyrsta farrými og 30—35 á öðru farrými, hitt nokkuð minna farrýrai. Er öðru skipinu ætlað að halda uppi stöðugum ferðum milli Kaupmannahafnar, Ham- borgar og Leith, eða einhverrar hafnar á Englandi annars vegar, og sjerstaklega Reykjavíkur og Vestfjarða að nokkru leyti liins vegar; en hinu skipinu stöðugum, reglulegum ferðum milli sömu erlendra hafna, og aðallega Norður- og Austurlandsins með viðkomum í Reykjavík og á Vestfjörðum eftir pví sem hentast pykir. Vjer teljum sjálfsagt lilutverk fjelagsins, að koma á reglulegum íerðum til Pýskalands og teljum pá Hamborg sjálfsagðan viðkomustað, bæði vegna pess að sú borg er aðalútflutningsstöð Pýskalands og vegna pess, að vjer liöfum pegar fengið nokkra verslun við pá borg og teljum víst, að til peirra ferða fáist ríflegur landssjóðsstyrkur. Eins og verslun vorri við England er nú komið, er hún að mestu eða öllu bundin við Leith. Hagkvæmara leljum vjer að hafa samband við einhvern bæ á sjálfu Englandi, t. d. annað- livort Hull eða Liverpool, með sjerstöku tilliti lil úlllutnings á kjöti og fiski. En pað samband myndast elcki alt í einu, heldur smátt og smátt, og er hugsun vor að liagræða ferðunum smátt og smátt eftir pví. Eins og kunnugl er, pá er mjög mikið af verslun íslands nú um Kaupmannaliöfn. Segja inætti að vjer hefðum nú nóg sambönd við Kaupmannahöfn með ferðum Sameinaða fjelagsins og Thorefjelagsins, pví pyrftuin vjer eigi að hafa par viðkomnr. En vjer viljum gera alla íslend- inga að viðskiítavinum fjelagsins; pví viljum vjer og geta fullnægt peim, sem versla par aðal- lega, eins og líka Danmörk nú kaupir talsvert af afurðutn vorum, og verðum pví einnig að haía viðkomur par eftir pörfum. Til pess að hafa á hendi framkvæmdarstjórn fjelagsins, höfum vjer trygt oss pann mann, sem vjer að vorri hyggju teljum liæfastan peirra manna, sem völ geti verið á fyrir slíkt fjelag. Vjer teljum sjálfsagt að alpingi mundi sjá sjer fært að veita sliku fjelagi sæmilegan fjár- styrk. Og eftir pví að dæma, hve rík sú hugsun hefur verið hjá pingi og pjóð undanfarið, að gera samgöngurnar innlendar, pá er varla hugsanlegt annað, cn að alment væri svo litið á setn pingið fremdi par skylduverk, ef pað verði talsvert ríflegum fjárstyrk til að koma á og tryggja hjer innlent gufuskipafjelag. Vjer vonumst eftir að svo mikil hluttaka verði um land alt í fjelagsstofnun pcssari, að pað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.