Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 3
ÆGIR 27 sýnist og á því verði sem þeim sýnist — og á meðan við erum bara einn stór dauður og viðnámslaus hlutur gagnvart öllu sem fram við okkur kemur utan að. Hvernig á það góðri lukku að stjn-a? Hvernig verður þá annað sagt en að stjórn- málastefna landsins sje bara eintómt fúsk og kák? En til þess að bæta úr öllu þessu fyrir- komulagsleysi, til þess að hætta að vera viðskiftaleg skrælingja nýlenda, þá er það ekki aðferðin að beiðast miskunnar á neinn hátt, eða grátbæna um betra verðlag á öll- um vörum og iðgjöldum lil útlendra á- byrgðarfjelaga. Við verðum að ná tökum á þessu sjálfir, eignast afurðir landsins flutning þeirra og öll umráð einir. Er, til þess að geta þetta verðum við að læra að þekkja peninga og kunna að fara með þá, Yita hvaða lögmáli þeir hlýða og hætta að láta þá skaða okkur. Við verðum að venja okkur af gamla hugsunarhættinum og læra að peningar eru ekki staðbundnir. Þeir eru orðnir alþjóðaafl nú á tímum og hlýða i blindni þeim einum sem kunna að vinna og ávaxta þá, en þrælka alla aðra meira og minna. Það getur ekki og má ekki ganga svo lengur, að öll landstjórnin sje á bóla kafi í tómum smá atburðum en láta útlend- inginn mjólka sig og rýja eftir nótum. En það veit samt hamingjan að á liinn bóginn er hvorki Dönum eða öðrurn of- gott að eiga hjá okkur öll ítök meðan þeir geta, því það er þó gott að einhver nýtur þess. En hitt sýnir bara veslingshátlinn enn berar, ef við ætlumst til miskunnar og góðrar meðferðar ofan á allt saman og það af mönnum sem eiga að stjórna við- skiftum olckar úr mörg hundruð mílna fjarlægð. — Er það að undra þótt þeir taki ódýrustu aðferðina og láti skuldaklaf- ann tryggja gegn öllum uppþotum, það er engin aðferð vissari en sú að stjórna með skuldum á meðan þjóðarandinn sækist eftir skuldum og veitir þeim ekkert viðnám, — meðan hann eríiðar, púlar og pjakkar á öllum sviðum — streitist og strilar við alt annað en einmitt þetta eina — að varna því að alt klipt eða skorið renni út úr höndum sjer jafnóðum og þesseraflað! Er það þá líka von þó að í mönnum sje beigur við að taka útlend lán og það jafnvel þessi aumu kerlingarlán sein lands- sjóður er að smámerja út úr Dönum? — er það von segi jeg þó að menn sjeu hálf- smeikir við þau þegar öll vellu-miðja is- lenskra peninga er 300 mílur fyrir utan landsteinana, — þegar þar er sá segulpóll sem allt fje skrúfast inn að fyr eða siðar svo lengi sem ekki er að gert — og með- an þjóðin lætur hnappsitja sig viljalausa í leirforarsandbleytu sívaxandi matarskulda! Þetta var nú sjermálastjórnin okkar. En livað á til bragðs að taka? Hvað á þingið að gjöra? Af þinginu í sumar á ekki að lieimta neitt annað en að það viðurkenni slefnu- leysi sitt og getuleysi og þörf til þess að setjast hreint og beint á skólabekk til þess að læra fyrsta slafróf þjóðhagfræðinnar. Og það þurfum við allir og ekki síst þeir sem aldrei gjöra annað en skamma þing og stjórn fyrir heimsku og bjálfaskap, eins og hvorttveggja sje ekki bein af okkar beinum og hold af okkar holdi. Það skal margborga sig að vera ekki að fúska neitt út í bláinn en búa sig heldur undir að fara að vinna í samfellu og kom- ast inn að rótum málanna. Og ræturnar eru nú sem stendur: Pen- ingamál, samgöngur og verslunarmál. Að vera að eiga við nokkuð annað fremur er bara bein timatöf og hefur eklcert að þýða. Náum við lökum á þessum málum, þá horfir í einu allt saman öðruvísi við. Þá fyrst eigum við það sem við erum að fara með, en fyr ekki. Og að byrja á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.