Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 12
ÆGI R 50 í meiningu, pá fer okkur strax að langa til að minka fjarlægðina milli okkar og þeirra á ein- hvern hátt, við vitum að það væru pau bestu laun sem peir gætu fengið — enda skal pað takast. Pað eru mörg ráð lil pess ef báðir partar gjöra sitt til. En gagnvart pessari félagsstofnun, sEimskipa- félagi Islands« pá er ckki víst að við þurfum út fyrir landsteinana eftir fé. Samkvæmt síð- ustu skýrslnm áttum við með alla okkar fátækt 6 miljónir króna í sparisjóðum á öllu landinu og eg vil trúa því að við fáum frekar of mikið fé en of lítið og bj'ggi pað á því, að þegar ein- hverjar breytingar verða hér á landi til góðs, er allir skilja, pá verða pær venjulega i einu hcndingskasti og eru því réttnefndari byltingar en breytingar. Eg sagði að við gætum fengið ofmikið fé, cn pað skaðar ekki, því að nóg væri að gjöra við afganginn. Muna megum við kjörin sem við höfum nú með strandferðirnar. Margir hafa Iátið í Ijósi að við hcfðum heldur átt að vera strandferða- lausir svo sem eitt ár en að taka pessu skamm- arboði sem við nú eigum við að búa. En við megum þó búast við að vont geti versnað og enn vcrði skrúfað betur að okkur við næstu samninga. Við höfum dálitla reynslu fyrir pvi. — Landsstjórnin hefur pvi eiginlega allmikinn rétt til pess að krefjast pess af okkur sem vilj- um greiða götu þessa nýja eimskipafélags að við reynum eitlhvað að hugsa fyrir strandferð- um líka. — En með því fyrirkomulagi sem hef- ur verið á þeim pá hafa þær ekki reynst gróða- fyrirtæki að mun pótt styrktar væru, og pess vegna voru pær ekki að sinni teknar með í pessa eimskipafélagsstofnun. En ef við fengj- um nóg fé þá væri meira en svo takandi í mál að kaupa eitt skip til hringferða kring um landið, því að þesskonar strandferðir hafa reynst gagnlegastar og líka borgað sig best. Enda mun reka að því að strandferðirnar fær- ist í pað horf meira og meira að tíðka liraðar ferðir í kring um landið en flóa- og fjórðungs- bátar sjái um minni hafnirnar. En með slíku fyrirkomulagi mundu strand- ferðirnar ekki reynast okkur neitt glæfraspil, enda knýr nú nauðsynin fast á dyr að við tök- um þær sjálfir en krjúpum ekki oftar blessuð- um útlendingnum. En ofmikla peninga fáum við pá ckki svo að menn geta farið að slást um hlutabréfin strax óhræddir. Hver veit nema betur verði slegist um að ná í þau siðar pegar pau fara að hækka i verði. Oliklegt er pað ekki, þegar félagið cr komið yfir örðugleika fyrstu áranna að bréf pess verði talin góð eign. Sameinaða fjelagið og Borgundarhólmur. Það var lengi að „Sameinaða gufuskipafielagið" var eitt um Borgundarhólmsferðirnar og unnu eyjar- skeggar því ekki sem best, svo að þeir fengu sjer skip sjálfir og byrjuðu að sigla með eitthvað lægra far- og flutnings-gjaldi. Utgerðin bar sig svo vel hjá þeim að eftir fá ár bættu þeir öðru skipi við. Þá hugsaði það sameinaða sjer að gjöra enda á til- veru þessa smáfjelags og sigldi far- og farm- gjaldslaust í sex mánuði En það dugði ekki. Eyjarskeggjar notuðu sitt fjelag eftir sem áður og datt ekki í hug að svíkjast undan og hafa þeir siglt með sömu töxtum einlægt síðan þeir byrjuðu, sem mun hafa verið fyrir rúmum 30 árum. Nú stendur þetta fjelag þeirra sig svo vel að í fyrra bygði það skip fyrir 530 þúsund krónur og á yfirstandandi ári annað fyrir 630 þúsund. Ný frystiaðferð á fiski og kjöti. Ottesen fiskikaupmaður í Thisted hefur fundið upp nýja aðterð til þess að frysta fisk og kjöt, sem á að flytja á markað langar leiðir og hefir blaðið Politiken haft tal af forstöðumanni líffræðisstofnun- arinnar í Khöfn dr, phil. Johs Petersen og spurt hann um þessa aðferð og álit sitt á henni. Og skýrir hann frá að aðferðin sje fólgin í því að fisk- urinn sje frystur i saltvökva sem þoli að kólna 10 —20 gráður án þess að frjósa. Aftur á móti frýs fiskur sem lagður er niður í vökvar.n svo að segja samstundis og heldur sjer langa lengi án þess að tapa bragði eða gæðum. Saltið úr vökvanum fer ekki inn í fiskinn því að samstundis og hann er látinn ofan í vökvann myndast frosin húð utanum hann svo að saltið kemst ekki inn. — Þessi aðferð hefir verið reynd I Noregi af Dr. Hjort fiskimála- stjóra, en hún er nú fyrst opinber gjör er Ottesen hefir keypt einkaleyfi á kælivjelum þeim er til heyra. Dr. Petersen heldur að þessi aðferð muni eiga mjög mikla framtíð fyrir sjer við allan langan flutning á nýjum fiski og kjöti og útrýma öllum fyrri aðferð- um með tímanum. Freöinn fiskur. Fiskurinn getur lifnað við aftur, eftir að hafa verið freðinn í 2 mánuði. Fiskitímarit sænskt skýrir frá því, að Kffræðis-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.