Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 15
ÆGIR 39 Steinolíumálið. Eftiríarandi brjef hefir Fiskifjclag íslands sent deildum sínum, og svo í allar veiðistöðvar fandsins. Rvik 10. marz 1913. Eins og yður mun kunnugt var »Fiskifjefagi í.slands« með brjefi dags. 23. jan. þ. á. synjað um einkaleyfissölu á steinolíu hjer á landi. í tiiefni af þessari synjun iandsstjórnarinnar var fundur haldinn í Fiskifjelaginu hjer í bæn- um 1. lebr. þ. á. og á þeim fundi samþykt svohljóðandi tillaga: »Fundurinn felur stjórn sFiskifjelags íslands« að bindast fyrir þvi, að panta einn steinolíu- farm fyrst um sinn til reynslu svo framarlega sem nægilegar pantanir fást með fyrirfram greiðslu og steinolian fæst með lægra verði en nú«. Út af þcssari samþykt fundarins viljum vjer tilkynna yður, aö vjer höfum í hyggju að panta einn steinolíufarm frá Ameríku og væntum vjer að verð á henni fari eigi fram úr 28 krónum fyrir fatið hingað komið; vjer höfum ákveðið, — ef úr þassari pöntun verður, að slcipið komi hingað í júlí—ágústm. Skilyrði fyrir því að vjer getum orðið við þessari þöntun er eins og fundarsamþyktin ber með sjer, að verð olíunnarsje greitt fyrir fram með peningum eða ávísun sem bankinn hjer tckur gilda. Samkvæmt ofanriluðu er það óskvor, að þjer tilkynnið okkur hið íyrsta hvort þjer og menn í yðar veiðistöð vildu sinna þessu boði og þá um leið hve margar tunnur væru panlaðar hjá yður. Hafnargerðin. Veikfæraskip hafnargerðarinnar kom hingað Iaugard. 8. þ. m. og skipaði upp mestu af verk- færum sinum við brjTggjuna i Viðey með því að það hefði gengið seint lijer inni á höfninni. — Nú er byrjað að leggja járnbrautfrá Orfiris- eyjargrandanum og upp að grjótnámunni í Eskihlíð. í „Birkibeinum44 þreföldu númcri (febr,—apríl), er komin út löng ritgjörð eftir Bjarna Jónsson frá Vogi um »skipakost íslendinga fyr og siðar«. Brlendis. Steinolíubaráttftii. Nefnd sú sem skipuð var i þýska þinginu til þess að íhuga einkasölu á steinolíu hefur lagt til að einu fjelagi verði seld verzlunin á leigu næstu 20 ár. — Sömuleiðis hafa verið hafin mikilsverð samtök af einstakra manna liálfu til þess að veita viðnám Rochefellers-fjelaginu, og segja útlend blöð að Rotschildsbankarnir standi þar að baki. Hafa verið settar á slofn nú þeg- ar greinar af þessu nýja fjelagi í Noregi, Sví- þjóð, en Danir hafa orðið eitthvað seinir lil framkvæmda að komast í sambandið. Fó kvað fiskifjelagið þar vera að gjöra ráðstafanir til þess. Þelta nýja fjelag á miklar steinoliubirgðir i Persiu og Indlandi og eyjunum Borneó og Súmatra. Óvist er að þýzlca þingið fari að samþykkja 20 ára einkasölu ef þessi nýju sam- tök ná sð vega á móti Ameríkufjelaginu og lækka verðið að mun. Úrslit þessarar steinolíu- barátlu eru ekki einungis afarmikilsverð fyrir alla vélabátaúlgerð víða um lönd, lieldur er undir þeim kominn vöxtur og viðgangur hinn- ar nýju dísilskipaútgerðar. í Japaii eru alls 825 niðursuðuverksmiðjur og hafa þær 6508 menn í vinnu. Hjerumbil V3 hluti af þessum verksmiðjum sýður niður íisk. Afurð- iruar eru fluttar mest til Ameríku, Hawai og Kína. Allströng vöruskoðun er viðliöfð til þess að varan sje ósvikin. Práðlausar skeytastöðvar. Við lok ársins 1911 voru þær orðnar alls 1740 i heiminum, samkvæmt skýrslu frá alþjóða firðritunarskrifstofunni í Bern. Hæst stóðu Englendingar með nýlendum sinum með 693 stöðvar, þar næst Bjóðverjar með 280, þá Frakk- ar með 217, ítalir 151, Hoilendingar 59, Japan- ar 30, Rússar 17 o. s. frv. Annars mun ekki langt að biða að aðaltalan tvöfaldist, svo mikil fyrirtæki sem menn hala nú mcð höndum í þessari grein. Sigliiflgasýiiing. Á þessu ári á að verða mikið utn dýrðir hjá Hollendingum í 100 ára minningu sjáifstæðis síns. Meðal annars á að efna til mikillar sýn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.