Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 5
ÆGI R 29 Tveimur döguin síðar var öllum kaup- mönnum bæjarins boðið á fund á sama stað og endaði hann með samskonar til- lögu og hinn fundurinn og var bún ein- róma samþykt. Auk þess kaus fundurinn samkvæmt áskorun tvo menn í viðbót við þá bráðabyrgðarstjórn sem forgöngumenn höfðu valið úr sínum ílokki, og ákvað að beitast fyrir fyrirtækið og skrifa undir út- boðið. Hefur það sannast að kaupmenn hafa brugðist vel við þessu máli og að þeir eiga ekki skilið þá tortryggni sem þeim hefir einatt verið sýnd er svona mál hefur borisl í tal. — Það hefur einnig sannast, að flokka-krilurinn ristir ekki eins djúpt í þjóðlifi voru eins og menn hafa haldið, þegar verulegt alvörumál er á dagskrá og er það hin gleðilegasta uppgötvun. Ann- ars vita það allir sem sjá lengra nefi sínu að ötulum forgangsmönnum sem hvorki líta til hægri nje vinstri af því að þeir hafa valið sjer rjett mál, þeim veitist ein- lægt hægt að þurka burt allan ólundar- krit og illdeilur hvar sem er, því að slík óværð legst ekki nema á aðgjörðalaust og dofið þjóðlíf. Útboðið hljóðar á þessa leið: íslendingar! »Navigare necessuv. (siglingar eru nauðsgn). Orö pessi eiga máske frekar viö um oss íslendinga en um nokkra aöra þjóð Norðurálf- unnar. Oss eru siglingar fremur öðrum nauðsyn vegna þess að vjer byggjum eyland, sem eigi liggja að aðrar leiðir en sjórinn. Okkar samgöngumál eru því og verða fyrst og íremst skipa- mál. í mörgum öðrum Norðurálfulöndum fara aðflutningar að landinu og flutningar frá því að miklu leyti fram á járnbrautum. Vjerverðum að nota skipin aðallega. Og því meira sem land- inu fer fram, atvinnuvegum þess, framleiðslu menningu o. s. frv., því meiri verður þörfin á áreiðanlegum, reglulegum og góðum skipaferðum. Þótt mörgum hætti við að hafa eigi svo glögt auga sem skyldi fyrir því, hvert lífsskilyrði er þjóðfjelögum í heild sinni, að samgöngurnar sjeu góðar, þá höfum vjer íslendingar þó lengi haft vakandi auga fyrir þvi, að oss væri nauðsynlegt að fórna talsverðu af vorum litlu efnum fyrir samgöngumálin. (Hjer fer á eftir yfirlit yfir, hvað gerst hefur að því er skipagöngurnar snertir síðan árið 1875). Ef vjer lítum á þetta stutta yfirlit yíir samgöngumálasögu vora siðan 1875, þá sjáum vjer, að vjer liöfum haft þær nær altaf i höndum erlends (dansks) fjelags. Vjer sjáum ennfremur, að óánægja liefur stöðugt verið með samgöngurnar. Ef litið er á hvað óánægjunni veldur, þá er það þetta helst: í. Ferðirnar óheppilegar. a) Færeyjaferðir. Prátt fyrir marg itrekaðar óskir fæst ekki að hætt sje viðkomum í Færeyjum. Petta lengir ferðirnar. Vjer liöfum hins vegar engin eða nær engin viðskifti við Færeyjar og þurfum þvi eigi á viðkomum þar að haida. b) Viðkoma i öðrum löndum en Danmörku. Fyrst i stað (fyrir 1874) gekk illa að fá viðkomur á Bretlandi. Siðan fengust þær, en óhagkvæmar fyrst í stað (sumpart í Leirvík á Hjaltlandi!). Fargjaldi og ílulningsgjaldi haldið óeðliiega liáu i samanburði við flutningsgjaldið frá Kaupmannahöfn. Og nú þetta ár gert enn betur: gjaldið frá Bretlandi hækkað úr því sem áður var. 1909 neit- aði Samein. fjelagið að gera samning um viðkomur í Hamborg. Nú neitar það enn. Þvertekur fyrir að láta skipin koma við í Pýskalandi og hækka því um leið ílutningsgjald á vörum, sem þaðan koma (yfir Kaupmannahöfn) um 25°/o. 2. Áhöfn skipanna útlend. Yfirmenn og hásetar skilja eigi mál vort, en af því leiða örð- ugleikar og misskilningur. Pessu fæst eigi breytt. 3. Fjelagið á varnarping i öðru landi, og því örðugt að ná rjetti sínum, oft nær ógern- ingur. 4. Ferðunum sljórnað frcí Kaupmannahöfn, frá ljarlægu landi, af mönnum, sem ókunnir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.