Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1913, Blaðsíða 13
ÆGIR 37 fiskistöðin í Miinchen á Þýskalandi sje núna að gera ýmsar tilraunir með ódýrar og haganlegar að- fevðir til geymslu á fiski, sem frystur hefir verið lifandi og vekja megi síðan aftur til lífs að öllu jafngóðan. Pictet efnafræðingur hefur nú sannprófað þetta með tilraunum sínum á 25 fiskum úr ósöltu vatni. Hann ljet vatnið frjósa með þeim lifandi saman í (shellu og geymdi fiskinn þar í (snum í tvo mánuði. Þegar klakahellan var svo þídd upp aftur og fisk- arnir með, reyndust þeir jafn bráðlifandi og flörugir sem þeir voru þegar þeir voru veiddir. Aðferðin er enn sem komið er nokkuð dýr, en Pictet heldur tilraunum sínum áfram, og ekki örvænt að lánast megi, að finna ódýrri og hægari aðferð og mætti þá svo fara, að uppgötvun þessi gæti orðið stórmerkileg og gæti gert breytingar á þeim geymslu- aðferðum á fiski sem nú tíðkast. Efrir Social-Demokraten danska 8. janúar 1913. Aðalfundur Fiskifjelagsins. (Úr fundargjörð). Ár 1913 laugardaginn 22. febr. var hald- inn fundur í »Fiskifjelagi íslands«. Var það annar aðalfundur fjelagsins. Forseti fjelagsins, Hannes Haíliðason skipstjóri, stakk upp á Dr. Jóni Þorkels- syni sem fundarstjóra og var það sam- þykt, en fundarskrifari var Magnús Sig- urðsson cand. juris. Þá voru tekin fyrir þau mál er fyrir lágu samkv. dagskránni. 1. Forseti skýrði frá hag ijelagsins og framkvæmdum þess á hinu liðna ári. Hann skýrði frá að maður liefði verið sendur út um land til þess að vinna að útbreiðslu félagsins. Meðlimir væru nú orðnir 429 alls. Meðlimaskýrteini væru enn þá ekki tilbúin, en myndu koma brált. Deildirnar væru nú 11. Forseti skýrði frá hinum ýmsu deildum og í sambandi við það að fiskifjelagsdeild Stokkseyrar hefði sent sem fulltrúa sinn hér á fundinn hr. Pál Bjarnason frá Stokkseyri. Þá gal for- seti þess að það mál sem fjelagið hefði barist inest fyrir væri steinolíumálið, og hefði bardagi stjórnarinnar byrjað þegar á síðasla alþingi. Þá skýrði forseti frá hag fjelagsins. Tekj- ur höfðu orðið alls 3602 kr. 14 au. Ægir, blað fjelagsins hafði kostað það 1708 kr. 64 au. og var hallinn við útgáfu þess rúm- ar 1000 krónur. Gjöldin liöfðu verið 2688 kr. 63 au. og var því tekjuafgangur 914 kr. ól au. Forseti fél. bar undir fund- inn hvort þær deildir, sem ekki hefðu greitt skatt til fjelagsins og sent skilríki sín ættu að mega taka þátt í fulltrúakosningu til fiskiþingsins og gat þess í ræðulok sín að boðað hefði verið til þessa fundar með löglegum fyrirvara. Mattlr. Þórðarson ritstj. gat þess að sendi- maður fjelagsins mundi hafa slarfað vel og jafnvel fengið loforð fyrír deildarstofn- un í Vestmanneyjum, hefðu einhverjar brigður orðið á þessu en nú mundi þetta lagast og deildin komast á laggirnar. Sam- þykt var að deildir þær, sem væru ný- stofnaðar en ekki væru enn þá orðnar meðlimir fjelagsins, mættu taka þátt i full- trúakosningu til fiskiþingsins, ef þær liefðu uppfylt skyldur sínar um inngöngu í fje- lagið áður en fulllrúakosning færi fram. 2. Fulltrúakosning til fiskiþingsins fór því næst fram á aðalfulltrúunum. Kosnir voru: Bjarni Sœmundsson adjúnkt með 10 atkv., Matth. Pörðarson 10 atkv., Tryggvi Gunnarsson f. bankastj. 7 atkv. og Geir Sigurðsson skipstjóri 6 atkv. Varafulltrúar voru kosnir: Magnús Sigurðsson 10 atkv. og Porst. Sveinsson skipstj. 5 atkv. 3. Forseti tók þá til máls og skýrði frá því livaða mál stjórn fjelagsins ætlaði að leggja fyrir fiskiveiðaþingið í sumar. Málin voru þessi: 1. Aukin strandgæzla viö ísland. 2. Steinolíu- málið. 3. Kensla og liirðing og meðferð mót-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.