Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 1

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 1
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 7. árg. Reykjavik. Mai 1914. Nr. 5. 6nðmunDur á Qáeyri. Feir munu vera fáir, sem komnir eru til vits og ára, að eigi hafi þeir heyrt getið Gumundar á Há- eyri. Hann er einn þeirra fáu manna, sem orðið hafa þjóðkunnir fyrir dugnað og sjósókn á opnum bátum, samfara forsjálni og útsjónarsemi i sjóferðum og ganga miklar sögur af sjósókn hans og liðveislu við aðra sjófarendur, hvort heldur var á rúm- sjó eða í brimlend- ingum og gekk liann á undan öll- um með góðu eftir- dæmi. Guðmundur ís- leifsson á Háeyri, er fæddur í Mýr- dal 17. janúar 1850. Hann var ungur er hann fór í vinnumensku til Thorgrimsens sál. á Eyrarbakka. Skömmu síðar fór hann að Háeyri og kvæntist þar Sigríði dóttur Þorleifs heitins ríka. Guðmundur byrjaði snemma formensku og umbreytti þá bátaútvegi og sjómennsku á Eyrarbakka. Formaður hefir nú Guð- mundur verið um 30 ára skeið og fiskisæll alla tíð. — Heimilið er hið besta og fram- úrskarandi gestris- ið, enda nær aldrei gestalaust. Konungsverðlaun hlaut Guðmundur fyrir nokkrum ár- um og tvívegis verðlaun úr rækt- unarsjóði. — Þeg- ar Fiskifjelag ís- lands var stofnað 1912 gjörðist hann brátt aðalhvata- maður til fjelags- skapar í því augna- miði i sínu bygð- arlagi. — Deildin »Framtíðin« á Eyr- arbakka, er hann veitir forstöðu, telur nú um 230 manns og sýn- ir það meðal ann- ars dugnað Guð- mundar þó kominn sje á efri ár. Hann er mikill maður á velli og gerfilegur og þegar maður sjer hann tilsýndar, minnir það ósjálfrátt á hina fornu norrænu víkinga. Guðmundui' ísloifsson,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.