Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 7
ÆGIR
55
að menn fóru að álita, að þilskipaútgerð
væri nauðsynleg, eftir því sem fólki líka
fjölgaði í kaupstöðunum og við sjávar-
síðuna, og 1890 voru víst orðin um 20
skip sunnanvert við Faxaílóa, og átti þá
G. Zoega c. 5 skip, þar af 2 stóra kúttara.
Þá var líka útgerð á þilskipum til þorsk-
veiða farin að ganga vel.
Stýrimannaskólinn var stofnaður, og
veitti hr. M. T. Bjarnason honum for-
stöðu. Hann hafði líka um nokkra vet-
ur kent mönnum stýrimannafræði og eins
sldpstjóri Hannes Hafliðason, sem hafði
lært i Kaupmannahöfn. Svo að nú var
enginn hörgull farinn að verða á álitleg-
um skipstjórum; nú var líka vaknað-
ur verulegur áhugi á þilskipaútgerðinni
við Faxaflóa. En eins og oft vill verða,
um nokkuð kostnaðarsamar athafnir,
stóð peningaleysi þessu framfarafyrirtæki
mest fyrir þrifum. En þá kom til sög-
unnar maður, hr. bankastjóri Tr. Gunn-
arsson, sem hafði bæði vilja og ráð til
að greiða fyrir þessu fyrirtæki, hann
gekst fyrir að keyptir væru i einu 8 stór-
ir kúttarar frá Englandi, og mun það
hafa verið árið 1894 eða 95, því 1897 eru
orðin 30 þilskip i Reykjavik, 12 í Gull-
bringusýslu og 4 á Akranesi.
1901 er 41 skip í Reykjavik, 13 i Gull-
bringusýslu og 1 á Akranesi. 1902 hefir
skipum i Reykjavik fækkað um 4, þá
ekki nema 37, en fjölgað í Gullbringu-
sýslu, þá 23 skip þar, 1 á Akranesi, alls
þá við I'axaflóa 61 skip, og munu þau
hafa orðið þetta flest á Suðurlandi, og
áttu þá öll heima við Faxaflóa; þetta
eina skip, sem lengi átti heima í Vest-
manneyjum, var þá farið. — Þegar hjer
var komið sögunni, átti kaupm. G. Zoéga
7 eða 8 stóra kúttara, svo hann var altaf
stærsti útgerðarmaðurinn, þar til hann
seldi öll sin skip árið 1909, hafði hann
þá rekið þilskipantgerð með miklum
dugnaði og hyggilegri stjórn í full 40 ár,
og er vist sá eini útgerðarmaður við
Faxaflóa, sem hefir getað gengið sigri
hrósandi frá þessari útgerð; hafði víst
altaf haft góðan hagnað á útgerð sinni.
Á þessum árafjölda hafði hann þó mist
4 skip, 2 með öllu, 10—12 manns á hvoru,
og 2 sem ekkert manntjón varð af. En
hann keypti altaf jafnharðan i skarðið.
Á þessum árum, eða frá 1895—1900,
jafnvel til 1904, var eins og nýtt líf færð-
ist yfir Reykjavík. Bærinn óx stórskref-
um. Hús voru bygð árlega, svo tugum
skipti. Fólkinu fjölgaði svo þúsundum
skifti, mest þilskipaútgerðinni að þakka;
allir sem vetlingi gátu valdið sóttu eftir
að vera á þessum stóru og góðu skipum,
og var lika talin góð atvinna. Og allir
vildu nú eignast skip. Þessi mikla út-
gerð veitti líka mikla atvinnu á landi við
fiskverkun og fleira, svo allir höfðu nóg
að starfa. Útgerðarmenn höfðu víst líka
góðan hagnað af skipunum yfirleitt, svo að
þetta tímabil, eða þessi fáu ár sem út-
gerðin stóð í mestum blóma, mátti heita
gullöld Rejdijavikur, því flestum leið vel
og bærinn tók stórum framförum. — En
þessi gullöld þilskipaútgerðarinnar stóð
ekki lengi. Eftir 1905 fer skipuuum stór-
um að fækka. Óviturlegar kröfur sjó-
manna og óheppileg stjórn að ýmsu leyti,
olli þvi, að útgerðarmenn þóttust fara
að tapa á skipunum. Lika höfðu nokk-
ur skip farist fyrir 1905. En stærstu skip-
skaðarnir urðu á árunum frá 1905 til
1910, ef eg man rjett. Þessir miklu
mannskaðar af skipunum hafa sjálfsagt
með öðru, dregið mikið kjark úr mönn-
um að þreyta þessa útgerð lengur. Skip-
in lika mörg orðin gömul og þurftu að-
gjörða við, sem voru ærið dýrar, liátt upp
i það sem skipin höfðu kostað i fyrstu. Og
það var víst, að margir höfðu tapað stór-
kostlega á útgerðinni siðustu árin. Þetta