Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 16
64 ÆGIR Norskur og íslenskur saltflskur á Spáni. Lund, ræðismaður Norðmanna í Barce- lona hefir sent utanríkisráðunejdi Norð- manna skýrslu um saltfisksölu á Austur- og Suður-Spáni. Það kemur þar í ljós, að Norðmenn hafa tapað þar drjúgum mark- aði, af því að saltfiskur þeirra er ekki verkaður nógu hreinlega og í heild sinni ekki nógu vel. Spánverjar heimta hvítan fisk, sem geymist vel, en norskur saltfiskur er oft blakkur og skríður í maurum, er dálkbrotinn og ekki sem girnilegastur á að sjá. Sala á norskum fiski fer því mink- andi. Árið 1890 voru fluttar til Barcelona 5000 smálestir af norskum saltfiski; árið 1900 nálægt 1500 smálestir, en 1912 ein 800. En sala á saltfiski frá íslandi og Fær- eyjum hefir aukist á sama tímabili svo, að hún hefir farið úr 1300 upp í 8,500. Kaupmiðlarnir í Barcelona eru efins um að Norðmönnum lánist nokkru sinni að vinna aftur spánska markaðinn, senr þeir voru einir um fyrir 25 árum. (Eftir Social Demokraten.) Terslnnarfrjettir. Kaupm.höfn 10/6. Saltfiskur (þurfiskur) óafhnakkaður, stór 88—90 kr., smáfiskur 74,00 ísa 68,00, Labradorfiskur 60,00, löngur 78,00, upsi 48,00, keila 60,00. Hnakkakjddur stórfiskur 82,00, hnakkakíldur millifiskur 72,00. Að hnakkakýldur fiskur, sem stendur, er tals- verl lægri hjer en óafhnakkaður, orsakast af því, að hnakkakýldi fiskurinn, sem venjulega er linþur, selst aðeins á mark- aðinum i Danmörku, en óafhnakkaður fiskur er útíluttar hjeðan til Miðjarðar- hafslandanna. Ofannefnt verð er miðað við fisk af hestu tegund. Sje varan ekki fyrsta ílokks að gæðum, er verðið lægra. Saltfiskur (óverkaður), stór 60,00, smá- fiskur 54,00, ísa 44,00. Li'/si. Þorskalýsi ljósl, grómlaust 38,00, brúnt 34,00, dökt 30,00. Meðalalýsi 40—45 kr. hver 105 kiló. Hákarlsl5Tsi ljóst 36,00, brúnt 30,00 lrver 100 kiló. Sundmagar áætlað 1,10 kílóið. Hrogn 18—19 kr. tunnan, 125 kíló netló- vigt. Það eru þó fremur líkur fyrir lækk- andi verði. Sild má heila óseljanleg, óvíst að hægt sje að fá 5 kr. fyrir tunnuna. Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. Aflaskýrsla frá Noregi. Herra Mowinckel í Bergen, hefir sent Fiskifjelaginu skýrslu, er nær til 5. maí. Afli hefir verið ágælur í Noregi til þessa og meiri en við var búist, en með því er aðeins meint hvað aílast hefir við Noregs strendur. Um miðjan aprílmánuð byrjuðu fiskiveiðarnar við Finnmörk, eins og vant er, en til þessa hefir aflast mjög lítið, því ólíð hefir verið og gæftaleysi og haldi því áfram, þá mun aíli rýr í lok vertíðar á því svæði. Alls er á land komið frá 1. janúar til 5. maí 63.000.000 af þorski, af því liert: af því saltað: 11.100.000 50.000.000 Hrogn lifur og lýsi var þ. 5. maí (mælt í hektólítrum): Gufubrætt lýsi: Hrogn: 46.910 60.480 Lifur í aðrar lýsislegundir: 8993. Hin nýja gota er komin á markaðinn og er daglega seld, og fyrir hana hefir fengist: 35 kr., 25 kr. og 15 kr. fyrir lunnu af fyrstu, annari og þriðju tegund, og má vænta þess að verð þetta haldist. Fyrir bestu tegund af gufubræddu lýsi hafa fengist 46—47 kr. fyrir tunnuna, en fyrir brúnt lýsi á olíutunnum, hefir verðið verið verið 36.50 fyrir hver 106,6 tvípund. Fiskur lækkar heldur í verði, og sem stendur, er ómögulegt að segja hvort það muni verða mikið eða lítið. PrentsmiOjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.