Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 8
56
ÆGIR
alt leiddi til þess að eyðileggja útgerðina.
Frá 1866—1910 fórust 14 skip með öllu,
um og yfir 20 manns á ílestum; björg-
uðust að eins nokkrir menn at einu. 14
hafa líka strandað, en mannbjörg orðið;
aðeins 4 menn drukknað; nokkur skip
hafa verið rifin og nokkur fallið úr sög-
unni af ýmsum öðrum óhöppum. Nú
siðast i vetur voru seld til Færeyja 12
eða 13 sldp, svo nú er ekki til við Faxa-
flóa nema 20 skip alls, þar af ganga 12
til fiskiveiða, en 8 liggja uppi, og má því
heita að tilveru þilskipaútgerðarinnar við
Faxaflóa sje þar með lokið.
Það álíta nú margir, að það sje stórt
spor aftur á bak og stór atvinnuhnekkir,
að þilskipin hafa dottið svona fljótt úr
sögunni, og þetta væri lika alveg rjett,
ef ekkert hefði komið í staðinn. En svo
er ekki. Hjer er að risa upp álitlegur
botnvörpungafloti eða botnvörpungaút-
gerð, sem ekki verður álitið annað um
en sje sú langarðvænlegasta útgerð, sem
hjer hefir verið rekin, eftir þeirri reynslu
sem frngin er, þann stutta tima siðan
byrjað var á henni, sem ekki er nema
6—7 ár, og má það heita vel að verið
og lýsa miklum dugnaði, að nú er til í
Reykjavik, eftir 7 ár, að fyrsti botnvörp-
ungurinn kom, 13 stórir og nýjir botn-
vörpungar. Geri maður nú ráð fyrir,
sem ekki þykir of mikið í lagt, að hver
botnvörpungur fiski eins mikið og 6
kúttarar saman lagt, þá fiska þessir 13
botnvörpungar á móti 78 kútturum, miklu
meira en allir kúttararnir, þegar þeir
voru sem flestir, 61 að tölu. Af þessu
geta menn sjeð, að ekki er um atvinnu-
hnekki á landi að ræða, þó að þilskipunum
hafi fækkað, heldur þvert á móti. En
hitt er rjett, að það eru færri sem geta
notið atvinnu á skipunum, en áður,
meðan þau fjölga ekki meii-a. En það
eru miklar likur til að botnvörpungun-
um Qölgi fljótt, ef vel gengur, eins og
hingað til hefir gert. Auðvitað verður
sú fjölgun heldur hægfara; skipin svo
fjarska dýr, að fæstir hafa efni á að eign-
ast þau, nema með tilstyrk peningastofn-
ann, þ. e. bankanna, en þeir ekki nógu
sterkir hjá okkur, til að geta hlaupið
undir bagga, öðru visi en smátt og smátt,
svo nokkuð um muni.
Þá er önnur útgerð hjer að byrja og
aukast, sem ætla mætti að bætti dálitið
upp þilskipafækkunina. Það er vjelar-
bátaútgerðin, sem eykst nú stórum á
Suðurlandi, einkum við Faxaflóa. Að
visu hefir hún gefist nokkuð misjafnlega
þar sem hún hefir verið rekin undan-
farin ár, og geta verið til þess ýmsar or-
sakir. Sú útgerð stendur enn til bóta, og
miklar líkur til, að hún eigi við Faxa-
flóa góða framtið. Menn eru farnir að
fá sjer trausta og stóra báta með þilfari
og öðrum þægindum, svo það má, að
minsta kosti að sumarlagi, sækja sjó á
þessum bátum hvert sem vill kringum
landið. Þessi útgerð er nokkuð djTr, svo að
varla er að búast við, að hún geti í nán-
ustu framtið orðið eins almenn og útgerð
opinna báta hefir verið, en engu síður
getur hún fært mönnum afla á land en
opnu báta útgerðin.
Það verður því að álitast eins og nú
horfir við, að sjávarútvegnum við Faxa-
flóa eða atvinnu af honum sje ekki hætta
búin, þó kúttararnir hverfi úr sögunni
að miklu leiti, sem ekki er heldur víst
að verði.
Eg hefi altaf verið þilskipavinur, og eg
verð að segja það, að það var mjög
skemtilegt, að sjá yfir þilskipaílotann hjer
á höfninni, þegar hann stóð sem hæst.
En það væri lika skemtilegt, að sjá hjer
á nýju höfninni 50—100 botnvörpunga,
og það liggur i loftinu að sá tími komi,
að þetta verði. Ekki væri það síður