Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 6
54 ÆGI R fjörðum, því að þar hafði hún verið rekin allmörg ár á þilskipum. Tók svo Sig- urður að sjer skipstjórastöðu á Fanny, og var skipstjóri upp frá þvi á skipum G. Zoega, meðan heilsa og kraftar leyfðu, full 30 ár, og lánaðist altaf vel. Litlu seinna fluttist til Reykjavikur annar mað- ur af Vestfjörðum, hr. Markus T. Bjarna- son, bróðursonur Sigurðar Símonarsonar, þá unglingur. Hann rjeðist fyrstu árin, eitt eða tvö, með Sigurði frænda sínum, og komu hjá honum fljótt i ljós mildir og góðir hæfileikar til sjómensku, þótt ungur væri, enda leið ekki á löngu, að hann lærði stýrimannafræði, og varð svo skipstjóri á öðru skipi G. Zoega, og hjelt því starfi þar til hann varð skólastjóri við Stýrimannaskólann í Reykjavík, þeg- ar hann var stofnaður. Nú var komið reglulegt og gott lag á útgerðina hjá hr. G. Zoega á þossum tveim skipum, og gerði hr. skipstjóri M. T. Biarnason sjer alt far um að bæta það sem ábótavant var i sjómensku og sjómannastörfum. Hann silgdi til Kaupmannahafnar, til að læra seglasaum og önnur verkleg störf, sem til sjómensku heyrðu, og kendi það svo aflur öðrum, þegar heim kom, eftir þvi sem kostur var á og föng voru til. Eg hefi sjerstaklega orðið nokkuð lang- orður um þessa útgerð hr. G. Zoega, þó hún væri ekki í stórum stýl fyrstu árin, þvi mjer virðist hún vera grundvöllur- inn undir allri þeirri þilskipaútgerð sem lijer varð seinna og enn er. Hr. G. Zoega hafði því 2 fyrstu þilskip sin til hákarlaveiða á vetrarvertíð og fram á vorið, svo á þorsk á sumrin, og rak hann þá veiði vist um 20 ár. En fiski- fangið á sumrin lánaðist hlutfallslega ekki eins vel og hákarlaveiðin. Þrátt fyrir það, fóru menn að gefa þessari þilskipa- útgerð talsverðan gaum. Sáu, ef skipin voru nokkru stærri en þessir þiljubátar, sem til voru áður í Gullbringusýslu, að talsvert lengra mætti sækja á þeim og halda betur eða lengur til, þó að storma gerði. Samt fór þilskipaútgerð mjög hægt vaxandi, að eins einstöku menn fengu sjer skip og var það þó ekki fyr en um 1880. Það var hr. kaupm. Þ. Egilsson i Hafnarfirði, sem byrjaði þar að reka þilskipaútgerð; og Sellirningar fengu sjer líka eitt skip. Á þeim árum var litið gert að því i Reykjavík, nema hvað nokkr- ir menn i fjelagi bygðu sjer þar eitt þil- skip, súðhyrðing, sem þeir hugðu að nota til hákarlaveiða, og fengu sjer skip- stjóra af Norðurlandi. Sú útgerð lánað- ist ekki vel. Skipið var með mjög óheppilegu lagi til fiskiveiða, en lítið og veikbygt til að vera gott hákarlaskip, svo að þessir menn gáfust upp við að halda lengra út i fyrirtækið en með þetta eina skip. 1808 eru 3 skip í Reykjavík, 6 i Gull- bringu- og Kjósarsýslu, og 1 i Yestmann- eyjum. 1871 eru 6 skip orðin i Reykja- vik, en ekki nema 4 i Gullbringusýslu, og 1 i Vestmanneyjum. Á þessu geta menn sjeð, hvað skip- unum fjölgaði hægt fyrstu árin, eftir að farið var að hugsa dálítið um þilskipa- útgerð. Svo kemur timabilið frá 1871—1897, sem eg hefi ekki getað fengið skýrslur um, á hvaða árum skipunum fjölgaði mest. En fjölgunin var víst mjög hæg- fara þar til 1883—85, þá fór talsvert að lifna yfir þvi, að menn vildu fara að fá sjer þilskip til fiskiveiða. Á þessum ár- um var lika misjafnt um afla á opnum skipum, og þá að byrja mesta rifrildi um veiðarfæranotkun sunnanv-rt við Faxa- ilóa, einkum netanotkunina. G. Zoéga hafði líka lánast vel með sín skip, og eins hinum fáu, sem búnir voru að fá sjer þilskip. Svo þetta studdi alt að þvi,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.