Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 12
GO ÆGIR heimtað skipaskoðun á hinum keyptu skipum, þá var það þýðingarlaust; þeir sem selja, útnefna skoðunarmennina, þvi svoleiðis framkvæmdir eiga þeir ílt með, sem kunna Iítið í málinu. Skoðunarmönn- unum gefa þeir svo 1—2 £ fyrir að segja »alt í lagi manni«, skjölin samin og alt er álitið í bestu reglu og skipin keypt. Svona gekk það nú til í þá daga. Þessir peningar, sem þannig liafa farið úr landinu, eru smámunir í samanburði við þá fúlgu, sem árlega fer til ábirgðar- fjelaganna útlensku — frá útgerð botn- vörpuskipa. Frá því Coot kom hingað 1905 til nýjárs 1914 hafa verið borgaðar i ábyrgðar- gjald....................... 531,700 kr. Skaðar hafa verið borgaðir á þessu tímabili, og nemur sú upphæð ................. ... 297,000 — Mismunur 234,700 kr. sem bin útlendu ábyrgðarfjelög græða. Þessir peningar eru algjörlega horfnir út úr landinu. Það má ekki skilja þetta svo, að öll botnvörpuskipin hafi borgað i ábyrgðarsjóð síðan 1905. Skipum hefir smáQölgað, og sum hafa aðeins gengið stuttan tíma. Viðbót við útveginn er vænt- anleg, og peningar er streyma burtu úr landinu verða æ meiri og meiri. T. d. viljum vjer taka »Jón Forseta«, hann kom hingað til lands 1907. Um síðastliðið nýjár var hann búinn að borga í ábyrgð- argjald 80.500 kr. Hvernig líst mönnum á það? Mars kom hingað sama ár, er bú- inn að borga 67,200 kr.; sömu upphæð hefir »Snorri Sturluson« borgað, að vísu helir verið borgaður skaði, er »Jón For- seti« varð fyrir, með 12,000 kr., en »Snorri« og »Mars« bafa enn ekkert þegið, og hvað mun árið i ár ekki gefa í hinn erlenda sjóð, sem eigi er talið hjer. — Væri eigi hægt að nota þessa peninga til einhvers í landinu sjálfu? Er nokkuð því til fyrirstöðu að íslenskt ábyrgðarfjelag geti þróast og aukið stofn- íje sitt, sje því vel stjórnað? Oss er slikt óskiljanlegt. Hversvegna eru þá erlend fjelög að teygja út klær sinar hingað til lands væri engin arðsvon? Þetta mál verður að taka til ihugunar og það sem fyrst, því daglega streymir fje úr landinu. — Þegar alvarlega er íhugað ástandið hjer, þá virðist svo, sem meiri hluti þess fjár sem landsmenn afla sjer með örðugri vinnu og hættulegri, geti ómögulega orðið til blessunnar hjer, — það verður að hverfa, og hvert? Til útlanda! í auglýsingum í blöðum sjáum vjer ofl þessi orð: Innlendur iðnaður inn i landið. Og þakkir þeim, sem beita sjer fyrir slíku. Má ekki bæta við: peningar er aflaðir eru fyrir íslenska vinnu, inn í landið, en ekki út úr þvi, og um leið að vona að þeir, sem geta komið slíku til vegar, leggi alt sitl fram, að svo megi verða. Það er nú orðið áhugamál allra þeirra er um þetta mál hafa hugsað, að timi sje þegar kom- inn til að algjör breyting verði gjörð á þessu fyrirkomulagi, og að alþingi i sumar taki þetta mál til meðferðar og skipi því á bekk með með hinum mestu nauðsynja- máluin sem á dagskrá eru nú hjá þjóðinni. í næsta blaði mun þetta mál, eitt út af fyrir sig rækilega rætt og athugað, og þá munum vjer reyna að sannfæra menn um það, að þetta mál er eigi að eins nauð- synlegt, heldur og sjálfsagl. Skoðun á síld. (Lög 20. október 1913). 1. gr. Skoðun skal l'ram fara á allri nýveiddri sild, sem ætluð er til útflutnings, og veidd er i herpinót eða reknet, og söltuð er i landi eða hjer við land. Auk þess skal öllum gefast kosl- ur á að fá mat á saltaðri síld, hafi hún legið hæfilega lengi í salti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.