Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 15
ÆGIR 63 öllu leyti heíir fundið upp sjálfur. Hann hefir varið til þessa bæði tíma og fje, en ennþá hefir hann eigi átt kost á að reyna liana, og er það illa farið, að slíkt skuli eigi vera reynt, einkuxn þar eð Sigurjón gerir sjer miklar vonir um, að þetta veið- arfæri muni verða hið fengsælasta. Ósk- andi væri að veiðarfæri þetta kæmi sem fyrst fram á sjónarsviðið og reyndist vel, því að slíkt sýnir framför og eflir álit. Liverpool-línan. Einliver hreyfing er nú að komast á um beinar ferðir, milli Liverpool og íslands. Skotskur maður að nafni Mr. Cook, var hjer á ferð fyrir skömmu; er liann með- eigandi í gufuskipafjelagi einu í Aberdeen, og hefir það fjelag nú afráðið, að senda skip beina leið hingað frá Liverpool, flytja hingað kol og annan varning, og islenskar vörur lijeðan, til Liverpool og lengra, ef æskt er. Fyrst um sinn mun ætlunin vera að hafa aðeins eitt skip í förum, er flytji aðeins vörur en eigi farþega. Skip það er nota á, heitir Glen-Gelder, og var um eitt skeið fisktökuskip á vertíðinni fyrir þá Bookless Bros, lá við Vestmannejjar og víðar, og munu margir kannast við skipið. Ætlast er til, að ferðir skipsins verði reglubundn- ar. Teljum vjer víst að slíkar ferðir verði landinu til hagnaðar, þangað hefði átt að beina ferðum annars skipsins íslenska eimskipaQelagsins, það hefði sparað marg- an krókinn og umboðsmanninn, auk kola- sparnaðar. Á Stokkseyri voru drepnar 137 hnísur i marsmánuði. Hinn nýji mótorbátur hr. Bjarnar Ólafssonar á Akranesi, er eflaust hinn myndarlegasti mótorbátur hjer um slóðir. Báturinn heitir »Hrafn Svein- bjarnarson«, og er rúmar 20 smálestir að stærð, 52 fet að lengd, 13 fet að breidd, og i honum er vjel, »Skandia«, er hefir 20 hesla afl, og á bátnum er línu-drag- lijól. Báturinn er með kúlterlagi, byrð- ingur og þilfar úr furu, hitt úr eik; hann er ágætlega búinn að seglum. í klefa frammi í skipinu eru 6 rúm handa skips- mönnum; þar er og eldavjel til matreiðslu. Bjarni Ólafsson er formaður á bátnum, og er framtakssamur og duglegur sjómaður. Fyvsta sýnisliornið af mótorsteinolíu »Fiskifjelags íslands«, kom hingað til Reykjavíkur í byrjun þ. m., voru það 2 tegundir, er sendar voru, merktar með 1 og 2 stjörnum, og nefnist olían »Polar«. Þessar tunnur voru þegar sendar deildum út um landið, svo mönn- um gæfist lcostur á að reyna olíuna, og hefir hún reynst vel. Tunnur þær, sem olían kom í, voru liinar vönduðuslu og vel þjettar, og er slíkt mikill kostur, þegar um olíuflutning er að ræða. Hvernig þessu fyrirtæki reyðir af, er nú undir landsmönnum komið, — þeir kvarta og kveina um okurverð á steinolíu, sýni þeir nú, hvort þeir meina nokkuð með þeirri kvörtun. Verðlistinn er á kápu »Ægis«. Brlendis Laxvoiðftr í Kj'rrahafinu 1913. Aldrei hefir aflinn orðið eins mikill og árið sem leið. Alls veiddist fyrir 38,563,890 dollara. í Alaska veiddist lax fyrir 13.859.478 doll. - Puget Sound v. — — 13.329.168 — - British Columbia v. I. f. 8.803.213 — - Columbia River - - - 2.012.387 — - Sacraments River - - - 7.600 — - Ellers veiddist lax fyrir 552.045 —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.