Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 5
ÆGIR 53 Orsakir til þessara miklu skipskaða voru fleiri en ein, en i raun og veru all- ar eðlilegar eftir ástæðum. Fyrstu árin voru skipin svo veikbygð og ótæk til siglinga, að ekkert viðlit var að halda á sjó á þeim þegar hörð veður gerði, is- inn altaf að óttast á aðra hönd, þegar blind-kafald var svo, að ekkert sá út frá skipinu, svo engin önnur leið var en að leita til lands og reyna að ná höfn, og afleiðingin varð sú, að skipin fórust við landið og á leiðinni til lands, eins og áður er tekið fram. Edil. Grimsson. þllskipaútgerðin á Suðurlanði. Það verður að teljast, að þilskipaút- gerð á Suðurlandi hati byrjað nokkru seinna en bæði á Norður- og Vestur- landi. Að vísu höfðu verið gerðar til- raunir með þilskipaútgerð til fiskiveiða löngu áður á Suðurlandi, en altaf mis- hepnast meir eða minna, svo að ekkert framhald gat orðið á þvi. 1855 er til eitt þilskip í Gullbringusýslu, ekkert i Reykjavík. 1865 teljast að vera 4 þilskip í Gullbringusýslu, en ekkert i Reykjavik. Þetta vist alt smá-þiljubátar, sem ekkert var hægt að sækja sjó á nema rétt innan flóa í góðu veðri, svona á dýpstu báiamiðin. Ekki allsjaldan að farið var út að morgni og komið inn að kvöldi, ef veður var nokkuð iskyggilegt, skipin bæði svo lítil og ljeleg og eins allur útbúnaður, að ekki var tiltök að halda sjó á þeim i óstiltri tíð, svo þessi þilskipaútgerð var i raun rjetti ekki telj- andi. En þetta er samt ekki alls ófróð- legt til samanburðar við það, hvað þil- skipaútgerð við Faxaflóa er nú komin, og eins, hvað sá útvegur þaut upp á ör- fáum árum eftir að algjört var byrjað á að reka fiskiveiðar á þilskipum. Það er hr. G. Zoéga í Reykjavík, sem má teljast aðal-brautryðjandi þilskipa- útgerðar á Suðurlandi. 1866 keypti hann sjer fyrsta þilskipið, litla »jagt«, sem hjet »Fanny«, um 24 smálestir. En eins og oft vill verða, þegar um eitthvað nýtt og frábrugðið er að ræða, var byrjunin á þessu fyrirtæki honum all-erfið, því að þá var fátt um menn sem nokkuð þektu eða kunnu til sjómensku á þilskipum. Hann hjelt »Fanny« úti á þorskveiðum fyrstu 2 árin, en hepnaðist ekki rjett vel, svo honum mun ekki hafa litist sú út- gerð sjerlega arðvænleg eins og þá stóð. Að hinu leitinu hafði hann mikla trú á fyrirtækinu, þ. e. þilskipaútgerðinni, að hún hlyti að geta borið sig, ef rjett væri á haldið og duglegir skipstjórar fengjust sem kynnu til veiða á þilskipum. Um þetta leiti var hákarlaútgerð á Norðurlandi í mestum uppgangi, og datt þá hr. G. Zoéga i hug að fara að reyna þessa útgerð; hún hatði lítið verið rekin á Suðurlandi, að eins nokkur ár eitthvað lítið, með 1 eða 2 skipum frá Búðum á Snæfellsnesi, og hafði lánast allvel. En hjer var sá hængur á, að þá var ekki völ á innlendum skipstjóra á Suðurlandi sem kynni til hákarlaveiða, svo fyrsta árið, eða fyrstu 2 árin, fjekk G. Zoéga sér erlendan skipstjóra, sem eitthvað þóttist kunna til þessa veiðiskapar. Þetta lán- aðist allvel, eftir ástæðum, og hafði nú hr. G. Zoéga keypt sjer annað skip til, og hugði nú að reyna þessa útgerð til þrautar, með alla skipshöfn innlenda, ef hægt væri að fá góðan skipstjóra. Var það þá af tilviljun, að honum barst mað- ur af Vestfjörðum, sem margir hafa nú heyrt getið, skipstjóri Sigurður Simonar- son, hann var vanur hákarlaveiði af Vest-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.