Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 10
58
ÆGI R
virðist sjá eftir öllu þvi mikla næringar-
gildi, sem varpað var í sjóinn. Vjer þekkj-
um inann, sem flutli heim til sín að fiski-
veiðum loknum 300 herta þorskhausa; það
er örðugt að herða hausa á íiskiskipun-
um, en hann gjöiði það þó, og sýnir það
best hvað gjöra má ef viljann vantar ekki.
Fyrir alt er i sjóinn fer, sem nota má
til matar, verður á haustin, þegar heim er
komið, að snara út beinhörðum peningum,
til þess að kaupa matvöru úr búðum, eða
kjöt, sem kemur i stað þess, sem var
lagt upp i hendur manna, en fleygt burtu
sem rusl væri.
En til þess að sýna að hjer er eigi um
einskisvirði að ræða, og að í þessu, sem
mörgu öðru, er þekkingarleysið og sum-
part hirðuleysi þess valdandi að vjer kunn-
um ekki að meta og færa oss í nyt, það
sem lagt er upp í hendurnar á .oss, þá
skal hjer tekið fram, að í skýrslum hr.
síldarmalsmanns Jóns Bergsveinssonar, frá
ferð hans til Hollands 1906, er verð á
einni tunnu af kinnum frá 25,50—33,75
kr., en að jafnaði 26—27 kr. tunnan.
Kverksigar liafa þá staðið hæst 237 kr.
tunnan, en lægst 100 kr., en meðalverð
mun þó vera 120 kr. tunnan. (Hún var
lengi 11 kr. hjer). 1 tunna af söltuðum
karfa mundi eflaust komast hjer í 60—70
kr., eftir tilboði er vjer fengum fyrir
nokkru frá Kristjaníu.
Háf er fleygt hjer og hann víðast álitinn
óætur og sumstaðar banvænn — en 1902
er oss kunnugt, að hann var seldur í
Tönsberg til matar og var þá verðið 25
aurar fyrir hvern háf — og vel tilreiddur
er hann besta fæða — og mun nú víða i
Noregi vera farið að borða hann. Hve
mikið af öðu rekur eigi á land víða við
strendur landsins, t. d. á Álftanesi. Um
vetur höfum vjer sjeð þar eftir vestanbrim
tugi tonna af þessari kraftmiklu ágætis
fæðu, en þau gæði voru ekki og eru ekki
hirt, þau koma aðeins að notum einstaka
hrafni, sem kroppar öðuna meðan hún er
ný, hitt má eiga sig. — Lítið á reiðann
á frönsku fiskiskipunum; hvort heldur á
segl- eða gufuskipum — hann er alþakinn
lúðum og öðru fiskmeti, er hengt er þar
til þerris. Þeir skammast sin ekki fyrir
að láta sjá að þeir hirði það, sem annars
mundi öllum ónýlt; og þó hafa Frakkar,
þegar á efnalegar ástæður er litið, miklu
meira sjer til afsökunar, væri þeim borið
á brýn að þeir færu illa með verðmæta
vöru, en vjei íslendingar, þvi nú sem
stendur, að minsta kosti, er engin ástæða
til að lifa og sýna sig »/Io//«.
Þegar Englendingar byrjuðu lijer veiðar
sínar, þá liirtu þeir aðeins kolann, síðan
fóru þeir að hirða ísu; öllu öðru var
varpað í sjóinn, til eyðileggingar fyrir
liskimenn og fiskimið. í þann tima mátti
fá nægan fisk fyrir lítið verð; Englendingar
buðu mönnum að hirða það, sem þeir
ella mundu varpa útbyrðis, en mönnum
þótti það svo löðurmannlegl að taka slik-
um boðum, að lög voru sett er bönnuðu
slikt, og þó var eina ráðið þá, að þiggja
og bjarga eins miklu í land og hægt var,
þótt eigi væri til annars, en að íorðast
niðurburðinn, sem hlaut að eyðileggja
fiskimiðin; en auk þess voru hjer peningar
í boði, eða peningavirði, en að taka á
móti þvi og hagnýta sjer, þótti ekki sæma
og það lá sekt við, að hirða það og nola;
menn máttu aðeins liorfa á og sjá björg-
inni fleygt í sjóinn, við því lá engin sekt.
Þeir sem fóru i kringum lögin eða skeyttu
þeim ekki, öfluðu sjer peninga, sein til
þessa dags hefir verið sú undirstaða, sem
þeim heíir bjargað i fiskileysi og fleiru,
og margur mundi nú betur stæður, hefði
hann hirt fiskinn, sem varpað var í sjóinn,
til að fullkomna eyðileggingu Faxaflóa.
Sektirnar voru lágar í þá tíð, en fældu þó
menn frá hinum svokölluðu lagabrotum;