Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 9
Æ G I R 57 gleðiefni, ef mannskaðinn gæti minkað við þessa breytingu á útgerðinni, þ. e. að kúttara-útgerðin brej'tist i botnvörpunga- útgerð, því hvernig sem á það er litið, þá hefir mannljónið verið stórkostlegt af þilskipunum; óhugsandi að það geti orð- ið í nokkurri líking af botnvörpungun- um. Og þetta þrent vona eg að botn- vörpunga-útgerðin beri i skauti sínu: vaxandi velmegun, vaxandi menning og minni mannskaða. Reykjavik 1. maí 1914. Edil. Grimsson. Ijagnýtittg þskiajurða. Eru engin ráð til að hagnýta betur en gert er, allan þann mat, er fleygt er í sjó- inn árlega. Allir kvarta yfir því, hve dýnt sje að lifa, alt verði dýrara ár frá ári. Matur er mannsins megin, og öll vinna og barátta þessa lifs, er aðallega til þess að afia sjer og sínum matar, og svo kemur annað á eftir. Þegar vjer hugsum um það, hversu miklum og góðum mat er fleygt í sjóinn, þá hlýtur oss að blöskra. Það kemur eng- um að notum og fælir auk þess fiskinn burtu á því svæði, þar sem miklu er fleygt út, vegna þess, að þar úldnar það, og eft- ir ætlun þeirra, er mest og best hafa vit á eðli og háttum fiskanna, þá þola þeir eigi ýldu þá er af miklum niðurburði stafar. Að ællast lil, að á vertíðinni, þegar afia- vonin er mest og mest vinna er heiinluð af þeim er fiskiveiðar stunda, væri máske of mikið, en þegar vjer íhugum, að ein- mitt á vertiðinni afiast stærstur fiskur og næringargildi þess, er þá er fleygl i sjóinn er mest, þá er spurningin, hvort eigi borg- aði sig fyrir alla að reyna að hirða eitt- hvað af þessu, hafa með sjer fáeinar tunnur á skipunum, og eiga það heldur undir lieppni, að verða að fleygja þeim í sjóinn, verði afli svo mikill, að eigi sje rúm fyrir þær, heldur en vera ílátalaus og geta eigi hirt það, er gæli komið fjölda manna að notum, væri það hirt, en eyði- leggur veiði, sje þvi varpað út. »Hverju er fleygt i sjóinn«, kunna sumir að spyrja. Það er margt þegar alt er talið; t. d. hausar, sundmagar, hrogn, kútmagar, margskonar smáfiskur og m. fl. Kinn- ar og kverksigar, þykja ágætis matur, gotu má salta og hana má reykja, sje hún eigi seld sem verslunarvara. Sumum mun þykja það einkennilegt, að talað sje um að hirða kútmaga, en svo er mál með vexti, að fyrir nokkrum árum fjekk gamall csveitamaður, er hjer var á skútu, ungling á sömu skúlu í fjelag með sjer, til þess að hirða alla kútmaga, er þeir gátu náð í. Söltuðu þeir þá niður i tunnu. Þegar þeir fóru af skipinu, skiftu þeir þessu milli sín, og var það hálftunna í hlut. Pilturinn, sem nú er fulltíða maður og hefir sagt oss þetta, fór með kútmaga sína upp í sveit; þar tók móðir hans við þeim, þvoði þá og afvatnaði, herti síðan og Ijet í súr. Sagði maðurinn, að þetta liefði verið hin mesta búbót, og upp úr súrnum voru kútmagarnir líkastir beslu sviðum. Hversu miklu er eigi fleygt af bútung, sem kallaður er, einkum vegna þess, að engin ilál eru til þess ætluð að salta slikt í; mönnum oft bannað að hafa slík ílát á skipum, þótt þeir bæði vilji og geti út- vegað þau, því þau þykja þrengja að mönn- um. Þegar úlhaldið er á enda, eiga flestir lítið eilt af trosi, sem er þeirra eigin eign og er það álitinn hagnaður, að geta komið með það, þótt lítið sje, til heimilisþarfa eða öðrum er selt það til matar, en enginn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.