Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 4
52 ÆGIR íeiðrétting. Af vangá hafði fallið kafli úr grein minni, um þilskipaútgerð á Norðurlandi í síðasta tölubl. »Ægis«; er þessi kafli því birtur i þessu tölublaði, og vonast til að lesendur misvirði ekki þessa vangá. Þessi kaíli sem úr féll lesist inn í grein- ina 1 síðasta tölublaði á bls. 44, fremri dálki, við setningaskiftin í 5 línu neðan frá: Þrátt fyrir það þó skiptapar væru nokk- uð oft, fjölgaði þó skipunum til 1871, þá eru i Eyjafjarðarsýslu 21 skip, Þingeyjar- 'sýslu 5 og í Skagafjarðarsýslu (Fljótum) 6. Alls 32 skip þá á Norðurlandi. Eftir 1872 fóru menn að hægja á sjer að auka þessa útgerð. Flest munu þó skipin hafa verið á árunum 1872—74, 34 alls. Lýsi fór að lækka í verði, svo það fór að verða tap á útgerðinni hjá þeim sem ekki öfluðu þvi betur. Útgerð líka að verða miklu dýrari en áður. All- ur útbúnaður betri. Skipin líka sjálf miklu dýrari. Þá var hætt að reisa öðru vísi en sljettsúðaskip, og voru þau höfð sterk og vönduð, bæði að smíði og efni, og með mjög heppilegu lagi, eftir stærð, bæði til að vera góð siglingaskip og sjóskip. Sá sem fyrstur lærði að smíða sljettsúða skip, eftir útfendum regl- um, var timburm. J. Chr. Stephánsson, dáinn nú fyrir 2 árum. Hann hafði lært það erlendis, og mun hann hafa verið fyrsti íslendingur er smíðaði þilskip hér á landi eftir réttum reglum. Næst hon- um kom hr. Snorri Jónsson, nú kaup- maður á Oddeyri, ættaður úr Eyjafirði. Hann var allmörg ár erlendis og lærði skipasmið þar til fullnustu, og smíðaði hann upp allmörg þilskip fyrstu árin, eptir að hann kom heim til íslands. Nú á siðustu árum, er það timburmaður Bjarni Einarsson, ættaður úr Borgarfirði, sem smíðað hefir sllmörg skip að nýju, svo það hefir altaf verið völ á góðum skipasmiðum á Norðurlandi síðan þil- skipaútgerðin komst þar á x-eglulegan rekspöl. Til þessa tíma, þ. e. til 1871, höfðu skipin öll verið eign einstakra manna, oftast að 2 eða 4 menn i félagi áttu skipið. Ekkert var annað að flýja en til kaupmannanna, þegar lán þurfti að taka, svo að margir af skipseigendum urðu stór- skuldugir við verzlanirnar, þegar aíli brást, og það kom oft fyrir á þessum árum. Það voru oft ísa-ár, þannig, að isinn var að flækjast svo nærri landinu, þó hann yrði ekki landfastur nema sum árin, að þetta hindraði stórkostlega aflabrögðin. Þetta leiddi til þess, að verzlanirnar fóru að eignast skipin, lýsið lika altaf að læklca í verði, svo útgerðin fór stórum mink- andi. Skipin gengu líka úr sjer. Sum sem gömul voru orðin, voru rifin. Svo urðu af og til skiptapar, þó að það væri miklu minna en áður. 1897 eru ekki orðin nema 14 skip á Eyjafirði og 7 á Siglufirði, og munu þau hafa orðið þetta fæst, þvi eftir 1900, fór þehn heldur að fjölga aftur. Frá þeim tima að hákarlaútgerðin byri- aði og til 1910, hafa farist á Norðurlandi 23 skip með öflu, 10—12 menn á hverju, og er það mikið manntjón, þvi á þess- um skipum var líka altaf haft úrvals fólk, dugðu ekki nema rosknir menn við þessa veiði. 12 skip hafa strandað, að eg bezt man, en mannbjörg orðið. Úr peningatjóninu bætti nokkuð, að áhyrgðarsjóður fyrir þilskip var stofnað- ur á árunum 1865—70, sem hefti skip- tapa að nokkru leyti, en að lokum fór svo, að hann varð fjárþrota og hælti að vera til.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.