Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 11
ÆGIR
59
en þegar Guðm. heitinn á Auðnum var
sektaður um 40 krónurnar fyrir þetta
hneyksli, að hirða fisk, þá átti hann húsin
sín full, svo ekki gat það heitið dýrl.
Nú hirða Englendingar alt, er þeir álíla
peningavirði.
Finst íslendingum ekki tími kominn lil
að byrja á hinu satna?
Peningar út úr lanðinu.
Þúsundir fyrir þilskip, hundruð þúsunda
fyrir botnvörpuskip.
Leitt var að horfa á þegar Færeyingar
sigldu fiskiskipunum hjeðan, og margur
fiskimaðurinn hefir með kvíða hugsað um
framtíð sína, er hann horfði á flotann er
sigldi út úr höfninni og var eigi lengur
íslensk eign. Ressi skip höfðu veitt fjölda
fólks atvinnu bæði á sjó og landi, og um
eitt skeið virtist svo, sem útgerðin borgaði
sig, en svo komu hinar afardýru viðgerðir,
sem fóru með allan ágóða. Það þarf ekki
ætíð að vera vegna fiskileysis að skip
fiska litið; það þarf góða fiskimenn undir
færi — áhugi verður að fylgja verkinu, en
sá áhugi manna var að hverfa, því flestum
var farið að leiðast skakið og vildu kom-
ast að á botnvörpuskipum, þar var gjaldið
vist, en á seglskipunum ekki. Peningum
var fleygt burtu af þekkingarleysi, þegar
skipin voru keypt, það vitum vjer með
vissu. Það átti aldrei að senda skipshafnir
út til að sækja skipin; það átti að auglýsa
i blöðum, að góð skip yrðu keypt hjer
eða á öðrum höfnum landsins, ef Eng-
lendingar kæmu með þau hingað. Þá
hefðu þeir orðið að slaka til með verðið,
heldur en að sigla skipunum aftur til
Englands, einkum vegna þess, að það var
mjög hælt að nota þessi skip til veiða
— allir vildu eignast botnvörpuskip —
þessir kúttarar urðu einliversstaðar að vera
og það var aðeins um skipakviarnar, að
ræða, og það kostaði peninga; auk þess varð
eigandi að borga flutning á þeim hingað
og þangað um kviarnar þegar þeir lágu
til hindrunar öðrum skipum, sem afgreiða
þurfti og urðu þeir þannig djrrir ómagar.
Eigandi »HaraIdar« frá Akranesi, sem
áður hjet »William Boys« en nefnist nú
»Hákon« og er eign verslunar H. P. Duus,
sagði oss, að hann hefði verið í mestu
vandræðum með kúttara sína, þegar það
happ bar að höndum, að íslensk skipshöfn
er send til Hull, og hann gat selt skipið
með þvi verði, sem hann selti upp. Vjer
vorum hjá honum eitt kvöld, og hann
sagði, að liann hefði verið kominn að því
að sigla skipinu til íslands og láta það
fara fyrir eitthvað verð — aðeins losa sig
við það — »og«, bætti hann við, »þá gátuð
þið tiltekið verðið, því ekki hefði jeg farið
aftur lieim með skipið, en nú eruð þið
hingað komnir og jeg og við fleiri skips-
eigendur vitum, að þið farið ekki skips-
lausir heim, og nú erum það vjer, sem til-
tökum fjárhæðina, auk þess, sem Mr.
Massey þarf eitthvað fyrir snúð sinn«.
Eigandi »Willam Boys« hjet Mr. Lloyd,
hann var útgerðarmaður og kaupmaður.
Mr. Massey var sá, sem var milligöngu-
maður margra við skipakaupin. Vjer gát-
um þessa lijer er vjer komum heim, en
því var ekki sinnt. Um skoðun á þessum
skipum látum vjer ósagt, en sum voru
keypt án þess að þau væru lögð á þurt
land til skoðunar, en ílest fóru þau þó í
þurkví og voru máluð. í kringum stytt-
ur var allvíða troðin tólg; alt sljett og
málað og var sem einlrjáningur þar sem
styttur og þilfar kom saman; en hvað
gerði það til, — aðeins að fá kúltara, það
var aðal málið. Þótt íslendingar heíðu